28.09.2011 23:10
Landslagið í leitunum.
Við Stígur vorum hálfstirðir í morgunsárið en vorum fljótir að liðkast.
Nokkrum klst. eftir þessa myndatöku vorum við í skriðunni uppundir klettum á tindinum í baksýn.
Ég hef nú reyndar aldrei farið svona hátt í Seljadalinn með hest áður en þetta tókst vel hjá okkur og kindahópurinn sem var þarna dreifður náðist allur niður.
Hér erum við svo komnir suðurfyrir tindinn/ Núpinn og allt í góðum gír.
Hér er óðalsbóndinn í Söðulsholti að leggja af stað í gönguna sína hvergi banginn.
Það smalaðist mjög vel, meira segja fann ég í gili efst í Seljadalnum hrossabein, að öllum líkindum af hryssunni hans Ragnars vinar míns Jörundssonar. Hryssan sú hvarf eitt þrettándakvöldið fyrir nokkrum árum og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit.
Svo er það Selsfjallið og Rauðkollsstaðarafrétturinn á morgun.
Skrifað af svanur