12.09.2011 20:27
Hundaharkið.
Það hefur verið óvanalega mikið umleikis í hundahaldinu þetta árið.
Tvö got sitthvoru megin áramóta og alls konar annað stúss bæði verklegt og munnlegt.
Nú var svo Snilld mín frá Dýrfinnustöðum að skipta um lögheimili fyrir stuttu.

Hún er 4 ára, mikið tamin og vön allskonar vinnu.
Það er hægt að segja margt gott um hana en mér fannst hún ekki nógu fullkomin í ræktunina og hafði ekki þörf fyrir hana í vinnuna.
Snilld er undan Asa frá Dalsmynni sem fór frá mér mikið taminn. Býsna lík í útliti og að sumu leiti í vinnunni.

Mér finnst alltaf dálítið mál að láta frá mér hvolpana, og að selja hund sem maður hefur ræktað, tamið og unnið með nokkur ár er talsvert mál. Sérstaklega vegna þess að ég veit að hundar eiga býsna misjafna æfi bæði í sveit og þéttbýli.
Snilld þarf nokkuð ákveðinn húsbónda sem hún virðir og þykir vænt um,og ég vona að valið hafi tekist vel hjá mér. Þegar ég sel tamda hunda er málinu ekki lokað fyrr en hundurinn hefur verið á nýja heimilinu í nokkurn tíma og það sé alveg gulltryggt að hlutirnir gangi upp. Það gerir það langoftast en ekki alltaf.

Og hún Blondie sem ég ætlaði að temja í rólegheitum er komin í reynsluvist norðuryfir heiðar.
Hún er nokkuð sérstök og skar sig algjörlega úr hvolpahópnum með ýmsum hætti.

Þetta magnaða auga á eftir að dáleiða marga rolluna ef guð lofar og ekki rignir. (Eða þannig).
Það kemur svo bara í ljós hvort hún verður tamin af nýjum eiganda eða ræktandanum , en góð á hún að verða. En það þarf dálitla lagni til þess að koma henni á beinu brautina.
Þannig að núna á ég " aðeins " eftir 4 hunda. Tvo tamda og tvær í uppvexti.
Og þið fáið örugglega að vita allt um þau áður en lýkur.
Hvort sem ykkur líkar betur eða verr.
Tvö got sitthvoru megin áramóta og alls konar annað stúss bæði verklegt og munnlegt.
Nú var svo Snilld mín frá Dýrfinnustöðum að skipta um lögheimili fyrir stuttu.

Hún er 4 ára, mikið tamin og vön allskonar vinnu.
Það er hægt að segja margt gott um hana en mér fannst hún ekki nógu fullkomin í ræktunina og hafði ekki þörf fyrir hana í vinnuna.
Snilld er undan Asa frá Dalsmynni sem fór frá mér mikið taminn. Býsna lík í útliti og að sumu leiti í vinnunni.

Mér finnst alltaf dálítið mál að láta frá mér hvolpana, og að selja hund sem maður hefur ræktað, tamið og unnið með nokkur ár er talsvert mál. Sérstaklega vegna þess að ég veit að hundar eiga býsna misjafna æfi bæði í sveit og þéttbýli.
Snilld þarf nokkuð ákveðinn húsbónda sem hún virðir og þykir vænt um,og ég vona að valið hafi tekist vel hjá mér. Þegar ég sel tamda hunda er málinu ekki lokað fyrr en hundurinn hefur verið á nýja heimilinu í nokkurn tíma og það sé alveg gulltryggt að hlutirnir gangi upp. Það gerir það langoftast en ekki alltaf.

Og hún Blondie sem ég ætlaði að temja í rólegheitum er komin í reynsluvist norðuryfir heiðar.
Hún er nokkuð sérstök og skar sig algjörlega úr hvolpahópnum með ýmsum hætti.

Þetta magnaða auga á eftir að dáleiða marga rolluna ef guð lofar og ekki rignir. (Eða þannig).
Það kemur svo bara í ljós hvort hún verður tamin af nýjum eiganda eða ræktandanum , en góð á hún að verða. En það þarf dálitla lagni til þess að koma henni á beinu brautina.
Þannig að núna á ég " aðeins " eftir 4 hunda. Tvo tamda og tvær í uppvexti.
Og þið fáið örugglega að vita allt um þau áður en lýkur.
Hvort sem ykkur líkar betur eða verr.
Skrifað af svanur