13.08.2011 21:24
Doðran , byggið og bjartsýnislottóið.
Nú ætti maður að vera orðinn verulega taugastrekktur yfir þroskaleysi byggsins og því hve sumarið er orðið stutt í annan endann.
Ég er hinsvegar alveg slakur enn og þegar mér leist ekkert á þetta í úttektinni í dag hugga ég mig við að ég hafi lítið vit á þessu og svona eigi þetta að vera.

Svona leit Juditin sem sáð var snemma í maí (fyrir frostakaflann) út. Þrátt fyrir lítinn áburðarskammt og annað árið í akrinum sem er tún í endurvinnslu þá er hún að ná of miklum áburði og er alltof gróskumikil. Ég gæti trúað að þarna sé hún um 2 - 3 vikum aftar á merinni en í fyrra.

Skegglan sem komst ekki niður fyrr en um miðjan maí er svo ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Og Lómurinn sem var sáð um leið mætti vera kominn lengra á þroskabrautinni.
Doðruakurinn sem er ófullkomin tilraun í olíuræktuninni er enn gulur yfir að líta.

En þegar farið er að rýna í hann er hann nú ekki alslæmur.

Það eru blettir í honum þar sem blómið er nánast farið og annarstaðar er það á fallandi fæti.

Hérna er doðran orðin um 90 cm há og þetta lítur allt mjög traustvekjandi út, þó það verði að viðurkennast að ég hafði mjög takmarkað vit á því sem ég var að horfa á.
Ein spurningin er sú hvort ég muni nokkurntímann losna við þessa jurt úr akrinum??
Ég er hinsvegar alveg slakur enn og þegar mér leist ekkert á þetta í úttektinni í dag hugga ég mig við að ég hafi lítið vit á þessu og svona eigi þetta að vera.

Svona leit Juditin sem sáð var snemma í maí (fyrir frostakaflann) út. Þrátt fyrir lítinn áburðarskammt og annað árið í akrinum sem er tún í endurvinnslu þá er hún að ná of miklum áburði og er alltof gróskumikil. Ég gæti trúað að þarna sé hún um 2 - 3 vikum aftar á merinni en í fyrra.

Skegglan sem komst ekki niður fyrr en um miðjan maí er svo ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Og Lómurinn sem var sáð um leið mætti vera kominn lengra á þroskabrautinni.
Doðruakurinn sem er ófullkomin tilraun í olíuræktuninni er enn gulur yfir að líta.

En þegar farið er að rýna í hann er hann nú ekki alslæmur.

Það eru blettir í honum þar sem blómið er nánast farið og annarstaðar er það á fallandi fæti.

Hérna er doðran orðin um 90 cm há og þetta lítur allt mjög traustvekjandi út, þó það verði að viðurkennast að ég hafði mjög takmarkað vit á því sem ég var að horfa á.
Ein spurningin er sú hvort ég muni nokkurntímann losna við þessa jurt úr akrinum??
Skrifað af svanur