24.07.2011 21:46

Bændareið 2011.

 Það var lagt upp frá Skógarnesi um kl. 3.30 og riðinn Skógarneshringurinn. 

 Reiðin var í boði þeirra Einars  Söðulsholti, Auðuns á Rauðkollstöðum og Steins Loga Hrútsholti ásamt Hótel Eldborg. 

 Auk þeirra gesta, bættust við 2 hópar frá Hótel Eldborg svo það voru um 150 í hnökkum og 200 í veislunni um kvöldið.

 Húsfreyjan í Skógarnesi, skörungurinn hún Guðríður bauð gestina velkomna og óskaði þeim velfarnaðar í reiðinni.


 Þessi leið er algjörlega óviðjafnanleg með sléttum gulum sandfjörum og vallendisbökkum, enda var farið greitt milli stoppanna.


 Hér sést yfir hluta hópsins á hlaðinu í Skógarnesi í upphafi ferðar.



 Það teygðist úr hópnum og hér erum við að nálgast rústir verslunarinnar en þar var kaffistopp í bakaleiðinni.



 Hluti hópsins á bakaleiðinni, en lægðinni sem var spáð  að yrði til leiðinda þennan dag var frestað um 12 tíma svo það var hefðbundið bændareiðarveður þennan daginn.



 Tveir forsprakkanna, Auðun og Steinn Logi bera saman bækur sínar áður en næsta JÆJA gellur við.



 Umgjörð Löngufjara, Snæfellsnesfjallgarðurinn sást að þessu sinni í öskumistri sem minnti okkur á að landið okkar á sér ýmsar hliðar.



 Vinkonur mínar úr sleppitúrunum þær Rósa og Diemut létu sig ekki vanta á svona degi.

Dagurinn endaði síðan með mikilli veislu í hlöðu og tjaldi í Skógarnesi þar sem lambslærið sannaði sig einu sinni enn og síðan var sungið inní nóttina.

Takk fyrir mig.
 
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere