05.07.2011 21:28

Umpólun á veðri. Allt á fullu í heyskapnum.


 Það er ekki nóg með að norðanáttin sé farin að fara á skikkanlegum hraða um Nesið sunnanvert, heldur er hitastigið allajafna komið í tveggja stafa tölu. Og það rigndi svo dálítið um helgina.

 Þeir sem eru byrjaðir heyskap eru oftast að bjarga því sem bjargað verður af túnum sem eru farin að brenna vegna þurrkanna. Sumir eru að prófa græjurnar og sem betur fer var svo komið (smá) gras hjá sumum.
 Við þessi umskipti í veðrinu hafa túnin tekið rækilega við sér og býsna margir hafa eflaust farið af stað með sláttugræjurnar í dag því nú lítur út fyrir góðan þurrk frameftir vikunni.


            Knosaravélin á fullu og síðan eigum við helming í annarri án knosara, með Hestamiðstöðinni.

 Hér voru slegnir rúmir 20 ha. í dag og sprettan var nú orðin ágæt og betri en ég hafði reiknað með. Vallarfoxið á sumum spildunum var þó tjónað eftir kuldana, blöðin gulnuð í endana og bláleit. Gamla túnið var farið að hvítna í rót þó manni fyndist það ekki fullsprottið o.sv.frv.

 Það er þó ljóst að það verða engin uppskerumet slegin í ár og seinni slættinum verður örugglega sinnt betur en undanfarin grasár þegar mönnum fannst háin vera til algjörra vandræða.



Já, það var nú ekki svona hávaxið á þessari spildu í ár og á þessari tæplega ársgömlu mynd.



  Þessar öndvegisgræjur er að afkasta jafn miklu í slættinum þó munurinn á stærðar og tæknibúnaði sé mikill á dráttarvélunum enda  25 ára aldursmunur.
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere