01.07.2011 20:29
Hundar, tamningar og ræktunarlottóið.
Það er rólegt í heyskapnum þessa dagana.
Ég er hinsvegar allvel settur með önnur verkefni og læt mér ekki leiðast.
Nú hafa orðið kynslóðarskipti í vinnuhundunum mínum og þessa dagana er ég að venja nýja gengið mitt á að vinna saman ásamt því að komu flautuskipunum inn í forritið hjá þeim.
Dáð frá Móskógum er að verða 3 ára og var notuð talsvert s.l. haust.

Ég kann ágætlega við hana í vinnunni og hef sjaldan kynnst svona hlýðni áður. Hún vinnur ekki mjög vítt en mér finnst það fínt, sérstaklega þegar komið er í fjallaleitirnar.
Foreldrar hennar þau Mac á Eyrarlandi og Dot í Móskógum voru bæði flutt inn mikið tamin og eru frábærir fjárhundar. Það að þau voru óskyld öllum B C hérlendis, gefur mér mikla möguleika í ræktuninni þegar velja skal hund fyrir hana.
Tinni frá Staðarhúsum sem er að verða tveggja ára er orðið mikið taminn og algjörlega klár í haustvinnuna.

Ég kann ákaflega vel við þennan hund og það er gagnkvæmt. Hann hefur óþarflega mikla vinnuvídd en ég hef ekkert gert í því, enda hentar það mér vel í heimavinnunni. Þau verða því fullkomið tvíeyki í fjöllunum hvað þetta varðar. Bæði eru skemmtilega ákveðin og hiklaus í framgöngu og ef guð lofar, verður tilhlökkunarefni að leiða þau saman í fyllingu tímans.
Þriðja dýrið sem verið er að vinna í er Snilld frá Dýrfinnustöðum undan Asa frá Dalsmynni og Frigg frá Daðastöðum.

Snilld er að verða 4 ára, mikið tamin og að mörgu leyti öflugur fjárhundur. Hennar vandamál eru óþarflega mikill vinnuáhugi og henni hættir til að vinna of nálægt þegar kemur að fínvinnunni.
Það er verið að slípa þetta til og undirbúa hana undir að smala með nýjum eiganda í haust ef tekst að lenda eigendaskiptum farsællega.
Það gengur ágætlega að slípa þau Dáð og Tinna saman enda bæði skemmtileg í tamningarvinnunni.

Hér er Dáð í pásu og Tinni að vinna.

Og Tinni bíður hér frekari fyrirmæla hinn rólegasti meðan Dáð er send af stað.
Síðan eru þrjár tíkur í uppvexti hér og eru komnar á grunntamningaraldurinn.

Frá v. Korka frá Miðhrauni F. Tinni. M.Táta frá Brautartungu. Spes og Blondie frá Dalsmynni. M.Dáð. F. Glókollur frá Dalsmynni.
Ef væntingar standast verður ein þessarra valin sem ræktunartík að lokinni tamningu, en hinar munu gera garðinn frægan á ókunnum smalalendum.
Það sem angrar mig þessa dagana er að það gengur ekki upp að vera á fullu í búrekstri, temja 6 hunda og vera síðan með 3 reiðhesta á járnum.
Ég er hinsvegar allvel settur með önnur verkefni og læt mér ekki leiðast.
Nú hafa orðið kynslóðarskipti í vinnuhundunum mínum og þessa dagana er ég að venja nýja gengið mitt á að vinna saman ásamt því að komu flautuskipunum inn í forritið hjá þeim.
Dáð frá Móskógum er að verða 3 ára og var notuð talsvert s.l. haust.

Ég kann ágætlega við hana í vinnunni og hef sjaldan kynnst svona hlýðni áður. Hún vinnur ekki mjög vítt en mér finnst það fínt, sérstaklega þegar komið er í fjallaleitirnar.
Foreldrar hennar þau Mac á Eyrarlandi og Dot í Móskógum voru bæði flutt inn mikið tamin og eru frábærir fjárhundar. Það að þau voru óskyld öllum B C hérlendis, gefur mér mikla möguleika í ræktuninni þegar velja skal hund fyrir hana.
Tinni frá Staðarhúsum sem er að verða tveggja ára er orðið mikið taminn og algjörlega klár í haustvinnuna.

Ég kann ákaflega vel við þennan hund og það er gagnkvæmt. Hann hefur óþarflega mikla vinnuvídd en ég hef ekkert gert í því, enda hentar það mér vel í heimavinnunni. Þau verða því fullkomið tvíeyki í fjöllunum hvað þetta varðar. Bæði eru skemmtilega ákveðin og hiklaus í framgöngu og ef guð lofar, verður tilhlökkunarefni að leiða þau saman í fyllingu tímans.
Þriðja dýrið sem verið er að vinna í er Snilld frá Dýrfinnustöðum undan Asa frá Dalsmynni og Frigg frá Daðastöðum.

Snilld er að verða 4 ára, mikið tamin og að mörgu leyti öflugur fjárhundur. Hennar vandamál eru óþarflega mikill vinnuáhugi og henni hættir til að vinna of nálægt þegar kemur að fínvinnunni.
Það er verið að slípa þetta til og undirbúa hana undir að smala með nýjum eiganda í haust ef tekst að lenda eigendaskiptum farsællega.
Það gengur ágætlega að slípa þau Dáð og Tinna saman enda bæði skemmtileg í tamningarvinnunni.

Hér er Dáð í pásu og Tinni að vinna.

Og Tinni bíður hér frekari fyrirmæla hinn rólegasti meðan Dáð er send af stað.
Síðan eru þrjár tíkur í uppvexti hér og eru komnar á grunntamningaraldurinn.

Frá v. Korka frá Miðhrauni F. Tinni. M.Táta frá Brautartungu. Spes og Blondie frá Dalsmynni. M.Dáð. F. Glókollur frá Dalsmynni.
Ef væntingar standast verður ein þessarra valin sem ræktunartík að lokinni tamningu, en hinar munu gera garðinn frægan á ókunnum smalalendum.
Það sem angrar mig þessa dagana er að það gengur ekki upp að vera á fullu í búrekstri, temja 6 hunda og vera síðan með 3 reiðhesta á járnum.
Skrifað af svanur