24.03.2011 09:50
Útigöngufé. Annar veturinn.
Í snjósleðaæfingu í fyrradag rakst yngri bóndinn á 3 kindur sem komið hafa niður á dalinn á síðustu vikum.
Hér er mikill lausasnjór og kolófært fjórhjólum/sexhjólum og vonlaust göngufæri fyrir menn og fé.
Það var því ákveðið að reyna að brjótast inneftir á Toyotunni, grindinni skellt á pallinn ásamt Vaski og Snilld.
Erfiðasti kaflinn var Háholtabrekkan og gerðum við okkur klára í að geta spilað bílinn þar upp ef á þyrfti að halda.
Það var linað duglega í dekkjunum og upp fór hann.
Kindurnar voru vestan Núpár en við austan og ef við misstum þær frá ánni uppá holtin myndu vandræðin aukast, því erfitt yrði að koma bílnum uppfrá ánni þeim megin.
Það var ótrúlegt að horfa á Snilld nánast fljúga upp ófæra driftina og fara fallega fyrir kindurnar meðan Vaskur greyið lenti í miklum vandræðum með að komast í slóðina hennar.
Það er alltaf jafnmikill léttir þegar hundarnir eru komnir með þetta í kontrol og hér bíður Snilld frekari fyrirmæla.
Ég hafði svo ríkan skilning á því hvað Vaskur hafði þurft að ganga í gegnum eftir að hafa paufast upp skaflinn.
Og nú var auðveldur eftirleikurinn.
Þarna var komin ær trúlega á þriðja vetri, með ómörkuðu lambi . Hún hefur gengið úti einhverstaðar á fjallgarðinum síðasta vetur, er ágætt eintak af útigöngustofni sem verið er að koma upp í sveitinni og gaman að vita hvenær þær mæðgur skila sér með afkvæmunum á komandi vetrum.
Hérna er brautin bein og breið þó færið sé þungt.
Komnir til byggða og Vaskur er hinn ánægðasti þrátt fyrir erfiðleikana í skaflinum.
Hér er mikill lausasnjór og kolófært fjórhjólum/sexhjólum og vonlaust göngufæri fyrir menn og fé.
Það var því ákveðið að reyna að brjótast inneftir á Toyotunni, grindinni skellt á pallinn ásamt Vaski og Snilld.
Erfiðasti kaflinn var Háholtabrekkan og gerðum við okkur klára í að geta spilað bílinn þar upp ef á þyrfti að halda.
Það var linað duglega í dekkjunum og upp fór hann.
Kindurnar voru vestan Núpár en við austan og ef við misstum þær frá ánni uppá holtin myndu vandræðin aukast, því erfitt yrði að koma bílnum uppfrá ánni þeim megin.
Það var ótrúlegt að horfa á Snilld nánast fljúga upp ófæra driftina og fara fallega fyrir kindurnar meðan Vaskur greyið lenti í miklum vandræðum með að komast í slóðina hennar.
Það er alltaf jafnmikill léttir þegar hundarnir eru komnir með þetta í kontrol og hér bíður Snilld frekari fyrirmæla.
Ég hafði svo ríkan skilning á því hvað Vaskur hafði þurft að ganga í gegnum eftir að hafa paufast upp skaflinn.
Og nú var auðveldur eftirleikurinn.
Þarna var komin ær trúlega á þriðja vetri, með ómörkuðu lambi . Hún hefur gengið úti einhverstaðar á fjallgarðinum síðasta vetur, er ágætt eintak af útigöngustofni sem verið er að koma upp í sveitinni og gaman að vita hvenær þær mæðgur skila sér með afkvæmunum á komandi vetrum.
Hérna er brautin bein og breið þó færið sé þungt.
Komnir til byggða og Vaskur er hinn ánægðasti þrátt fyrir erfiðleikana í skaflinum.
Skrifað af svanur