24.02.2011 10:11

Sumarið og hestaferðirnar.

 Það gafst afleitlega fyrir um ári síðan að setjast niður og skipuleggja hestaferðir komandi sumars.

Hestarnir voru óvirkir vegna kvefpestar og engar ferðir farnar hér á bæ.


Hallarmúlaskálinn en þangað var náð í mikilli slagveðursrigningu.

 Uppgjöfin er samt ekki algjör og þó ekkert sé sett á blað er samt velt fyrir sér hvað hægt sé að fella inn í skipulagningu sumarsins.



 Hér er áð eftir að hafa komið vestur yfir Almannaskarðið austan Hornafjarðar.

 Og við Ingimar á Jaðri erum góðir vinir siðan og gaman að hann skyldi kíkja við hjá mér í sumar.
 

 Hér er hinsvegar áð undir Kirkjufellinu.


 En  Grundfirðingar voru sóttir heim eitt sólarsíðdegið 2009.

 Og meira að segja Löngufjörur fengu frí fyrir mér síðasta sumar.

Tekið úr Suðurey . Hafursfellið í baksýn.

 Það gengur einfaldlega ekki.

Varð svo að skella hér með mynd af útvegsbóndanum á Stóra Kambi að leggja af stað yfir Snæfellsnesfjallgarðinn  í botn Álftarfjarðar.


 Hann teymir hér 7 hesta og þetta er algjör snilld að sjá.

Já nú verður tekið á því í sumar. Eða hvað??



Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere