20.02.2011 09:41

Hvanneyringar í heimsókn.


   Það var Hrútavinafélagið Hreðjar á Hvanneyri sem stóð fyrir vísindaferð um Nesið í gær.

Fyrir margt löngu hafði hún Ásta  samband og spurði hvor þau mættu koma við og kíkja á hundana?
 Trúlega hef ég ekki síður verið rannsóknarefnið þó hún kynni ekki við að minnast á það.

 Þrátt fyrir stöðug logn og blíðviðri hér á Nesinu tók ég ekki sénsinn á því að hafa móttökuna utandyra svona í þorralok og leitaði á náðir nágrannans á Hestamiðstöðinni sem lánaði fúslega hús og reiðhöll.
Tamningarliðið var svo tekið eignanámi til að sjá um kaffiuppáhellinga og fl.

Það voru síðan Vaskur, Dáð og Tinni sem fengu að sýna sitt lítið af hverju.


 Þetta reyndist vera um 40 manna hópur og það var enginn þunglyndisblær yfir liðinu þegar það mætti um hádegisleytið. Hér er ég að reyna að sannfæra þau um að Border Colliarnir séu sjaldnast vandamálið þegar eitthvað fer úrskeiðis í uppeldinu , heldur séu það eigendurnir.

 
 Það var svo virkilega skemmtilegt hvað þetta voru góðir og áhugasamir áheyrendur.



 Og í spjallinu á eftir fékk ég alveg fullt af gáfulegum spurningum sem er ekki alveg gefið að fylgi með í svona uppákomum.



 Þetta var semsagt hin ánægjulegasta heimsókn fyrir mína parta og útlit fyrir að námskeiðið sem stefnir í að verði sett upp í mars sé að fyllast.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere