30.01.2011 22:42
Folaldasýningin í Söðulsholti.
Það voru skráð yfir 40 folöld til leiks en nokkur mættu ekki vegna veðurs.
Þetta var mikil veisla eins og alltaf áður og dómararnir ekki öfundsverðir sérstaklega í lokaröðuninni.
Það er óhætt að segja að Hjarðarfellsbúið hafi tekið þetta með stæl því af 10 folöldum í röðun komu 3 frá þeim mæðgum, Hörpu og Sigríði.
Það var Spói frá Hjarðarfelli sem vann flokk hestfolalda.
Í öðru sæti var Ófeigur frá Söðulsholti og
Jaðrakan frá Hellnafelli í því þriðja.

Harpa á Hjarðarfelli, Inga Dís Söðulsholti, Ásta Borgarlandi(f.h. Hellnafells),Róbert og Einar Söðulsholti.
Í hryssuflokknum var efst Blómalund frá Borgarlandi.
Önnur var Spurn frá Minni Borg.
Silja frá Söðulsholti var svo í þriðja sæti.

Róbert Söðulsholti, Kata Minni Borg og Ásta í Borgarlandi.
Flottasta folaldið að mati gesta var kosinn Ófeigur frá Söðulsholti.

Hér eru video með Spói frá Hjarðarfelli Blómalund frá Borgarlandi Ófeigur frá Söðulsholti
Hér er svo Dreyri frá Dalsmynni undan Sigri frá Hólabaki en til marks um það hversu úrvalsgóð folöld voru þarna komst hann ekki í úrslit.
Hópurinn undan Sigri sem mætti þarna var ákaflega jafn og skemmtilegur, vaðandi tölt og brokkgeng og voru öll með yfir 70 stig þó það dygði þeim ekki í toppsætin.

Frábært.
Heimasæturnar á Hofstöðum og Hrossholti tóku sig líka vel út.

Allt um folaldasýninguna hér. Hestamiðstöðin Söðulsholti.Mikið tenglasafn.
Þetta var mikil veisla eins og alltaf áður og dómararnir ekki öfundsverðir sérstaklega í lokaröðuninni.
Það er óhætt að segja að Hjarðarfellsbúið hafi tekið þetta með stæl því af 10 folöldum í röðun komu 3 frá þeim mæðgum, Hörpu og Sigríði.
Það var Spói frá Hjarðarfelli sem vann flokk hestfolalda.
Í öðru sæti var Ófeigur frá Söðulsholti og
Jaðrakan frá Hellnafelli í því þriðja.

Harpa á Hjarðarfelli, Inga Dís Söðulsholti, Ásta Borgarlandi(f.h. Hellnafells),Róbert og Einar Söðulsholti.
Í hryssuflokknum var efst Blómalund frá Borgarlandi.
Önnur var Spurn frá Minni Borg.
Silja frá Söðulsholti var svo í þriðja sæti.

Róbert Söðulsholti, Kata Minni Borg og Ásta í Borgarlandi.
Flottasta folaldið að mati gesta var kosinn Ófeigur frá Söðulsholti.

Hér eru video með Spói frá Hjarðarfelli Blómalund frá Borgarlandi Ófeigur frá Söðulsholti
Hér er svo Dreyri frá Dalsmynni undan Sigri frá Hólabaki en til marks um það hversu úrvalsgóð folöld voru þarna komst hann ekki í úrslit.


Frábært.

Heimasæturnar á Hofstöðum og Hrossholti tóku sig líka vel út.

Allt um folaldasýninguna hér. Hestamiðstöðin Söðulsholti.Mikið tenglasafn.
Skrifað af svanur