20.11.2010 23:32
Hrútaveislan að bresta á.
Nú fer að styttast í jólavertíðina hjá fjárbændum eða öllu heldur hrútunum þeirra.
En sveitahrútarnir njóta nú ekki alveg allra veisluréttanna því flestir rollukallarnir og konurnar nota sæðingar á hluta fjárins, en mismikið.
Og í gærkveldi mættu þeir félagar, Jón Viðar og Lárus á Breiðablik og fluttu þeim sem heyra vildu árlega hrútamessu sína.

Þeir voru að kynna hrútakostinn á sæðingarstöð vesturlands og hér að Jón Viðar að lýsa kostunum. Hann talaði ákaflega vel um þá enda eru þetta gallalausir gripir.
Ég sem er löngu hættur að mæta á svona samkomur fann mig knúinn til að mæta í þetta sinn.
Ræktunarforkólfar búsins voru nefnilega kallalausar í menningarferð í borg óttans.
Eftir að mér hafði verið gerð grein fyrir því hvað biði mín yrði Hrútaskráin ekki á eldhúsborðinu að morgni, mætti ég neistandi af áhuga.
Það fór hinsvegar ekkert á milli mála að aðrir fundargestir voru delluliðið í fjárræktinni.
Þ.e.a.s. fara ekki eins vel með áhugann og ég.

Já það er gaman að þessu.
Og þessu líka.

En sveitahrútarnir njóta nú ekki alveg allra veisluréttanna því flestir rollukallarnir og konurnar nota sæðingar á hluta fjárins, en mismikið.
Og í gærkveldi mættu þeir félagar, Jón Viðar og Lárus á Breiðablik og fluttu þeim sem heyra vildu árlega hrútamessu sína.

Þeir voru að kynna hrútakostinn á sæðingarstöð vesturlands og hér að Jón Viðar að lýsa kostunum. Hann talaði ákaflega vel um þá enda eru þetta gallalausir gripir.
Ég sem er löngu hættur að mæta á svona samkomur fann mig knúinn til að mæta í þetta sinn.
Ræktunarforkólfar búsins voru nefnilega kallalausar í menningarferð í borg óttans.
Eftir að mér hafði verið gerð grein fyrir því hvað biði mín yrði Hrútaskráin ekki á eldhúsborðinu að morgni, mætti ég neistandi af áhuga.
Það fór hinsvegar ekkert á milli mála að aðrir fundargestir voru delluliðið í fjárræktinni.
Þ.e.a.s. fara ekki eins vel með áhugann og ég.

Já það er gaman að þessu.
Og þessu líka.

Skrifað af svanur