04.11.2010 22:47

Fullbókaðir dagar.

Já það er stíft prógrammið þessa dagana, lokið við að rýja lömb og veturgamlar í gær og fundað á Selfossi í dag.

 Nú er kominn alvöru vetur hér og hálka langleiðina í göngin en nokkurnveginn autt úr því  en samt með tilheyrandi saltslabbi.
Þar sem nagladekkin eru enn í bílskúrnum var spangírinn sparaður en saltið var hinsvegar búið að vinna vinnuna sína í kvöld því hálkulaust var nánast alla leiðina til baka.

Sveppasúpan í Litlu Kaffistofunni bjargaði svo deginum ásamt öllu kaffinu sem drukkið var frá kl. 1 - 5.

 Það var komið víð í bænum á heimleiðinni en tengdaforeldrarnir eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag.


 Ég og mín heittelskaða einungis 32 ára brúðkaupsafmæli..



 28 ár eftir í áfanga gömlu hjónanna. Púff.

Flettingar í dag: 748
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 938
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 990159
Samtals gestir: 70344
Tölur uppfærðar: 28.7.2025 16:10:40
clockhere