12.09.2010 06:44

Bygguppskera í máli og myndum.

 Það er óvanalega gott útlitið í byggræktinni þessa dagana. Mikið af fullþroska ökrum sem er með allra fyrsta móti hér og tíðarfarið er varla hægt að kalla annað en afbrigðilega gott.


Hér er verið á Pilvíakri í Söðulsholti velþroskuðum og með ágætu uppskerumagni, þegar létti til í gær.

 Það er farið nánast á milli skúra og þreskt en gegnum þurrkarann eru að fara um 20 tonn á sólarhring af byggi með þetta þurrefnisstig ( yfir 70 %).


                                                                            Fullþroska Pilvíyrki.

 Þetta er annað árið sem Pilvíið er notað hér. Það reyndist vel í fyrra og er að gefa mikla uppskeru. Nú eru legurnar að ergja okkur en það á reyndar við um allt 6 raða byggið nema auðvitað Lóminn.
Pilví, Judith og Lómur eru aðalsáðtegundirnar.



 Það er akkúrat svona sem þurrkmeistarinn og við hinir viljum hafa þetta. Sést varla grænt korn.



Það er stefnt að því að hirða hálminn hér, annars væri vélin stillt til að saxa hann niður og dreifa honum fyrir aftan sig til niðurplægingar.


Undir gólfinu eru loftstokkar svo hægt er að blása undir stæðuna.  Velþroskuðu þurru  byggi  er hægt að halda köldu dögum saman.

Við erum aðeins farnir að setja inn á gólf þar sem bygginu er haldið köldu. Ef langtímaspáin gengur eftir með nokkra þurra daga í næstu viku má hinsvegar búast við að tekið verði á því og allt þreskt sem er tilbúið.

Já, það væri fínt að fá afkomugott ár, annað árið í röð .emoticon 
Eftir öll mögru árin.emoticon

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere