10.09.2010 21:53
Hóstandi smalahestar, afastelpa og endalaus blíða.
Smalaklárarnir voru í fríi í allt sumar, Þegar þeir voru járnaðir um miðjan ágúst fóru báðir að hósta í prufuferðinni.

Hyrjar og Stígandi ásamt Össu og Vask. Nú eru klárarnir hóstandi, Assa gerir það gott vestur í Dölum og Vaskur verður varla tekinn með í Selfjallið oftar( eða alvöruleitir). Já allt er í heiminum hverfult.
Já þetta næstöflugasta hestagengi sem ég hef notað í leitum, var afskrifað í snatri þrátt fyrir að vera nýjárnað. Öflugasta hestagengið var reyndar einn hestur í gamla daga en það er önnur saga eða annað blogg.
Svo birtist afastelpan og reddaði málunum. Hún leyfði föðurnum að koma með í þetta sinn en nú styttist í að hann verði skilinn eftir heima.

Hún kom færandi hendi með feðgana Þrym og Neista nýjárnaða svo nú getur afi gamli tekið gleði sína á ný náist samningar við konu og dóttir um afnot af þeim.

Afastelpan er svolítið sérsinna hestamanneskja og vill ógjarnan vera í öðru en kjól í hestamennskunni. Nú var hún samt talin á að vígja reiðbuxurnar frá ömmu enda eru þær sama merki og afa buxur. Kjólnum var samt ekki sleppt.
Svo nú verður farið í að nota þetta endalausa (7- 9- 13 )blíðviðri til að koma mér og klárunum í pínu betra leitarform.
Já . Nú á hún vel við gamla vísan mín sem ég sá í Skessuhorni í fyrradag.
Sú ljúfa þrá í laumi virðist blunda,
en lifnar sterk er kemur haustsins tíð.
Ég legg á fjöll með hesta mína og hunda,
og hef þess beðið órór nokkra hríð.

Hyrjar og Stígandi ásamt Össu og Vask. Nú eru klárarnir hóstandi, Assa gerir það gott vestur í Dölum og Vaskur verður varla tekinn með í Selfjallið oftar( eða alvöruleitir). Já allt er í heiminum hverfult.
Já þetta næstöflugasta hestagengi sem ég hef notað í leitum, var afskrifað í snatri þrátt fyrir að vera nýjárnað. Öflugasta hestagengið var reyndar einn hestur í gamla daga en það er önnur saga eða annað blogg.
Svo birtist afastelpan og reddaði málunum. Hún leyfði föðurnum að koma með í þetta sinn en nú styttist í að hann verði skilinn eftir heima.

Hún kom færandi hendi með feðgana Þrym og Neista nýjárnaða svo nú getur afi gamli tekið gleði sína á ný náist samningar við konu og dóttir um afnot af þeim.

Afastelpan er svolítið sérsinna hestamanneskja og vill ógjarnan vera í öðru en kjól í hestamennskunni. Nú var hún samt talin á að vígja reiðbuxurnar frá ömmu enda eru þær sama merki og afa buxur. Kjólnum var samt ekki sleppt.
Svo nú verður farið í að nota þetta endalausa (7- 9- 13 )blíðviðri til að koma mér og klárunum í pínu betra leitarform.
Já . Nú á hún vel við gamla vísan mín sem ég sá í Skessuhorni í fyrradag.
Sú ljúfa þrá í laumi virðist blunda,
en lifnar sterk er kemur haustsins tíð.
Ég legg á fjöll með hesta mína og hunda,
og hef þess beðið órór nokkra hríð.
Skrifað af svanur