24.08.2010 22:17

Kúanördabloggið.

 Nú er rólegt yfir mjólkurframleiðslunni hér.
 
 Hinsvegar hefur refsiglöðum stéttarbræðrum mínum tekist að rugga bátnum rækilega og hleypt af stað mikilli umræðu með því að herja út margrætt frumvarp til að herða á kvótaruglinu.  

 Engu ætla ég að spá um hvernig sú umræða endar en hún er afspyrnuslæm fyrir stéttina.

 Vegna mikilla anna á haustmánuðum  er kúaburði mjög stillt í hóf þessar vikurnar þar til síga fer á október.

 Nú stendur því yfir rólegasti tími fjósaverka og rólegheitin eru algjör þegar heilbrigðið er frábært og allt gengur vel.
Hér er ekkert stólað á beit núna, heldur er gefið inni en flestum kúnum hleypt út til málamynda.

  Þó nautgriparæktin sé aftarlega á áhugalistanum hjá mér og blessuð landnámskýrin sé ákaflega lágt skrifuð sem framleiðslutæki ætla ég að segja eitthvað fallegt um nokkrar kvígunar á bænum.

 Það er öllum hollt að leggja eitthvað á sig fyrir heimilisfriðinn.


 
 Þetta er hún Vanja no. 106 Hræsingsdóttir. Hún skilaði 6266 l. á sínu fyrsta mjaltaskeiði.
Skapgóð og þokkaleg í mjöltun þó júgrað sé dálítið svona landnámskúalegt.



 Álfadís  108 er enn mjólkandi en komin í um 6.200 l. Hún er undan Jaxl og fín í skapi, aðeins mismjólka og síðan er 1 varaspeni að hætti l..............


Lissý 102 er undan Stássa og skilaði 5450 l. Hún er stygg og vör um sig og kastar gjarnan af sér vatni við mjaltir sem þykir ákveðinn galli hér . Í lagi að öðru leyti.



 Þetta er hún Linda 117 undan Hræsing. 5150 l. kvíga. Afspyrnuróleg og yfirveguð og góð í mjöltun.

 Af alþekktri tillitsemi við íslensku landnámskúna ætla ég svo að ljúka þessari nördaskýrslu hér.emoticon

 
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere