21.08.2010 06:49

Heyfok og hamingja.


 Það er alltaf gott að hafa seinni sláttinn í bakhöndinni þegar illa árar í sprettunni.

Nú ríkir hinsvegar góðæri á Nesinu og þá er seinni slátturinn eða háin til vandræða. því ekki þýðir að fá hana saman við heyskap næsta árs með því að fjarlægja hana ekki.


 Seinnislátturinn í fyrra kom sér ágætlega en fyrningarnar urðu þó í meira lagi.

 Þrátt fyrir að áburðurinn sem bera átti á milli slátta sé allur inni í geymslu spratt háin sem aldrei fyrr.

 Það var því ekki undan því vikist að skafa hana af túnunum og því miður, eða sem betur fer er heyskapurinn svo mikill í ár að vinir og vandamenn sneru bara uppá sig þegar þeim var boðið að hirða þennan umframheyskap.



 En alltaf vill lánsmanninum eitthvað til og um leið og slætti varr lokið var allt í einu komin hin frísklegasta norðaustan átt.

 Þetta var svona alvöru gola sem við Nesbúar þekkjum svo vel síðan í " gamla daga " og ég hélt að væri ekki lengur til í veðurbanka guðanna.

 Kosturinn við hána er, að þegar hún fýkur þá fýkur hún almennilega og hverfur hreinlega.


 Vesturhóllinn liggur vel við norðanáttinni ef um náttúrulega hreinsun er að ræða. Hér á þó eftir að snyrta hann aðeins betur.

Þrátt fyrir þetta, þurfti nú að renna með múgavélina yfir túnin og það sem eftir var, plastað og sett í fóðurbankann. Aldrei að vita nema komi kalár eða eldgos, en þar sem rúllur í plasti eiga sér takmarkaða lífdaga verða þær samt vonandi ónýtar frekar en að nýtast í einhverri óáran.


 Maður trúir því svo að það kjarnmesta sé eftir og erfitt að hrekja þá kenningu.

Háin á hjáleigunni er óslegin, en sem betur fer fannst einn hirðusamur til að fjarlægja hana.

Og það væri alveg möguleiki á því að fá rúllur hjá mér á viðunandi verði ef einhver á ónotað pláss við rúllustæðuna sína.emoticon



Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705358
Samtals gestir: 60655
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 07:43:00
clockhere