03.08.2010 07:59

ýmsar myndir. Vestfirðir.


Á flakki um vestfirðina finnst manni stundum að þau býli sem ekki heita Laugaból heiti Kirkjuból.

Þetta er að vísu aðeins ýkt en samt.

Í Önundafirðinum eru Kirkjubólin  3 og hér er kirkjan sem er í hlaðinu á Kirkjubólinu í Valþjófssdal.



 Það var enginn heima svo Guðmundur Steinar slapp við að gefa mér kaffi í þetta sinn.

 Réttin við fjárhúsin hjá honum, vakti sérstaka athygli á þessu snyrtilega býli.
Hún hefði sómt sér kringum hvaða húsgarð sem var.



 Það var svo komið við í Vatnsfirði, því mín heittelskaða er mikil áhugakona um kirkjur.



 Mér fannst hinsvegar hjallurinn ekki síður áhugaverður en hann er ekki byggður til einnar nætur.
Veggþykktin var svona út í gegn.

 
Mannlífið í Ísafirði breyttist á augabragði þegar ferðalangarnir úr þessum farkosti hér flæddu um staðinn. Mest eldra fólk.



 Hér falla öll vötn til Dýrafjarðar en ekki er mælt með því, að gamli vegurinn inn fyrir fjörðinn sé ekinn.



 Og svona litu bláberin út í einum Ketildalanna, en  berjasprettan vestra er ekkert sérstök miðað við mokið hér á Nesinu.



 Ætli sé ekki best að enda þetta með einni af fyrstu myndunum sem var tekin í ferðinni.

Þessi hógværa lækjarbuna leyndist í Veiðileysufirðinum spölkorn frá veginum.


 Ég þakka svo lesendunum samfylgdina í þessari vestfjarðabloggferð, ánægður með að geta á nýjan leik snúið mér að daglega amstrinu í sveitinni.emoticon

Flettingar í dag: 520
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705471
Samtals gestir: 60669
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 11:56:32
clockhere