01.08.2010 07:48

Selárdalur. Listasafn og afhelguð kirkja.


Vegurinn út Arnarfjörðinn var vondur og aumkvunarvert að sjá skuldahalana í loftköstum aftan í jepplingunum á þessum vegum sem þeir eru alls ekki gerðir fyrir.

 Við tókum veginn hins vegar ekki nærri okkur og vorum mætt árla morguns í Selárdal þar sem byrjað var á að skoða listasafn og byggingar Samúels Jónssonar..



Þarna er búið að koma upp góðri hreinlætisaðstöðu enda er gífurleg umferð á staðinn.



 Það er langt komið að gera þetta hús upp að utan  en það stendur læst enn um sinn.



 Ég kom hérna síðast fyrir um 12 árum en þá var allt  í mikilli niðurníðslu.



 Einhvernveginn fékk maður á tilfinninguna að listamaðurinn hefði haft frekar óljósa fyrirmynd þegar ljónin voru gerð.



 Og Vaskur taldi rétt að kanna hvað verið væri að gefa selnum.



 Kirkjan sem Samúel reisti utan um altaristöfluna sína, eftir að sóknarnefndin hafnaði því að setja hana upp í kirkjunni í Selárdal  bíður uppgerðar.



 Og afritið af altaristöflunni sómir sér vel þarna ásamt ýmsum verkum Samúels.



  Glæsilegt.



 Kirkjuloftið sýnir ákaflega vel hvaða efni stóðu að baki þessum framkvæmdum hjá listamanninum.


 Þarna er eitthvað í gangi sem ég kann ekki skil á.

 Kirkjan í Selárdal sem var of góð til að hýsa altaristöfluna hefur að því er mér skilst, verið afhelguð og bíður nú örlaga sinna, hver sem þau munu verða.




 Séð heim að Uppsölum frá Selárdal.

Flettingar í dag: 520
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705471
Samtals gestir: 60669
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 11:56:32
clockhere