22.07.2010 08:02

Miklaholtskirkja. - Kirkjugarðurinn sléttaður.

  Þó við sveitungarnir séum kannski ekki kirkjuræknasta lið heimsbyggðarinnar erum við prýðilega sett hvað kirkjufjöldann varðar.

 Okkur þessum 140 sálum duga ekki færri en 3 kirkjur sem eru hæfilega dreifðar um sveitarfélagið.

Það er athafnasamt fólk í sóknarnefnd sem sinnir þessum guðshúsum og kirkjugörðum vel í öfugu hlutfalli við ásókn sóknarbarnanna í kirkjurnar.

 Nú er nýbúið að taka kirkjugarðinn við Miklaholtskirkju í endurnýjun lífdaganna, slétta hann og girða upp.

 Miklaholtskirkja er að mestu í umsjón staðarhaldara, hennar Gyðu í Miklholti sem sér nú fram á bjartari daga með alla umhirðu garðsins og ótal varnaraðgerða vegna þess að girðingin hefur ekki verið fjárheld..

Hellulögnin var illa komin og endurnýjuð. Hér sjást óljóst tveir ævafornir legsteinar sem komu í ljós en ekkert læsilegt sást á þeim.



 Garðurinn var sléttaður og nú er spurningin sú hvort þökurnar lifa af þurkana og hitann sem hefur verið látlaus síðan þær voru lagðar.



 En í þessum skrifuðu orðum er farið að rigna og nú er bara að vona að rigni þar til við erum orðin ánægð með úrkomumagnið og lengd óþurrkakaflans.emoticon 

 
 

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere