18.07.2010 20:59

Dalsmynniskýrnar í íslenskri/rússneskri rúllettu.

  Það er mikils virði að búa við góðar samgöngur.

 Þær stundir koma þó oft að ég fer með eitthvað allt annað en bænirnar mínar þegar þjóðvegurinn sem sker í sundur jörðina skapraunar mér fram úr hófi.

Umferðarþunginn og hraðinn er oft mikill og nú er ekki lengur reynt að keyra búfjáráburð niðurfyrir veg eða heyfenginn til baka um helgar.

 Og kýrnar sem fara daglega niðurfyrir veg lungann úr sumrinu eru í bráðri lífshættu  ásamt vegfarendum.
Þetta er nú í góðu lagi á morgnana enda bændur árrisulir og umferðin lítil um áttaleytið.



 Útlitið er hinsvegar oft verra seinnipartinn og nú sér sá gamli alveg um málið ásamt hundaflotanum.

Hér er allt tilbúið til að opna 4 m. breitt hliðið, með hundana í biðstöðu, klára í að koma hópnum uppfyrir á örfáum mín.



 Það er rétt að taka fram að rekstrarhraðinn er akkúrat eins og kúnum hentar en ekkert óþarfa slugs leyft eða ráp út í loftið.


Þó enginn bíll hefði verið í augsýn í vesturátt voru óðara komir 3 og 8 bíla lest aðeins vestar.

Kýrnar sloppnar, einn bíll stopp í kantinum  og þeir sem á eftir koma bruna framúr á óbrotinni línu.



 Í dag var sunnudagur og umferðarþunginn suður á bóginn. Á föstudögum eru aðalfjörkálfarnir á vesturleið. Þá koma þeir yfir blindhæð og oft stoppar fyrsti bíll nánast inn í hópnum.



 Já, kýrnar sluppu í þetta sinn og ég þarf ekkert að gera nema opna og loka hliðum og loka fjósinu á eftir þeim. Hundarnir sjá um hitt.

Og eins og þið sjáið, átti veðrið nú ekki að stressa ökuþórana, meira að segja logn á Nesinu.emoticon



Flettingar í dag: 465
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705416
Samtals gestir: 60656
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 08:07:20
clockhere