28.12.2009 08:59

Margrét í Dalsmynni og jólahaldið.

 Mamma sem er að verða 87 ára var í sveitinni um jólin.

 Annars dvelur hún á Dvalarheimilinu í Borgarnesi og er ótrúlega ánægð með sig þar en lengi vel kom ekki til greina hjá henni að yfirgefa sveitina.

 Hér er hún með heimasætunni í Dalsmynni en gamla konan á um 90 afkomendur og geri aðrir betur.
 
Allt toppfólk náttúrulega.

 Það var ekki nóg með að hún kæmi 11 börnum til manns, heldur minnist ég þess í uppvextinum  að oftast voru 2- 4 börn " í sveit " yfir sumarið, þó svona eftir á að hyggja skilji maður ekki  alveg hvernig þetta var hægt.



 Kolbrún skellti sér út í frumskóginn með pabba og jólatréð var sótt.



Langömmubörnin, Kolbrún og Aron koma fyrsta pakkanum fyrir á sínum stað.


Fyrir litla fólkið er borðhaldið alltaf of tímafrekt enda mikil vinna framundan.



 Það er rétt að hjálpa langömmu að opna pakkann sinn enda alltaf spennandi að sjá hvað er í þessum pökkum.



 Sumir voru nú ekkert að stressa sig á lengd borðhaldsins a.m.k. ekki þetta árið.

 Á laugardaginn kom svo allt í einu mikill ferðahugur í gömlu konuna en þó tókst fresta brottferð fram á sunnudaginn. 

 En veðrið í sveitinn er allt í einu orðið eins og það á að vera um jólin, logn og heiðskírt.

Flettingar í dag: 1504
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806637
Samtals gestir: 65282
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:52:20
clockhere