15.12.2009 23:58

Tilhugalíf á aðventunni.

 Á meðan Tiger þjáist hinu megin við hafið, hefur Skrámur það virkilega fínt í slökuninni  á æskuslóðunum.

 Þó hans sé sárt saknað vestra hefur hann engar áhyggjur hvorki af Fiðlu sinni eða honum Jóa.

 

 Það hefur verið mikið stuð á stelpunum í kringum hann þessa daga en vegna óhófslegs skyldleika við sumar þeirra hefur húsbóndinn haft ýmsa afskiptasemi í gangi.


  Það er meðfætt víðar en hjá mannskepnunni, að betri helmingurinn veit að skynsamlegt er að láta ganga aðeins á eftir sér.

 Þessi prímadonna er alíslensk, þó báðir foreldrarnir hafi verið fluttir inn sem fulltamdir fjárhundar/keppnishundar í fjárhundakeppnum, og voru reyndar í  fyrsta og öðru sæti á A.fl. á síðasta landsmóti. Sem segir talsverða sögu bæði um hundana og eigendur þeirra.



 Já lífið er dásamlegt, og sjávarbakkarollurnar á ströndinni sem eru ríkulega gæddar austurbakkagenunum eru Skrámi víðsfjarri þessa dagana.

 Og ég sem er löngu hættur að fyllast spenningi þó lömb, folöld eða kálfar séu væntanleg,
geng í endurnýjun lífdaganna ef hugsanlegt got er á leiðinni.

 Fyrst telur maður vikurnar og svo dagana.emoticon

Og fyrsta pöntunin var frá útlandinu. emoticon

Hvernig eigum við svo að koma kappanum vestur, Jói?


Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere