03.12.2009 09:15

Tina á afmæli í dag.


 Nú styttist í að Tina komi sér aftur til Svíaríkis eftir heillanga dvöl í sveitinni.
Þar bíður pípulagningarvinnan eftir henni.

 Undanfarnar rokvikur og nístingskuldinn síðustu dagana hafa ekkert verið að angra hana.



 Henni tókst að velta sleðanum þrátt fyrir mikla reynslu í fjórhjóla og krossaraakstri.



 Og það er ekki nóg með að hún fái bestu meðmæli sem kálfahirðir, heldur tók hún ófáar fæðingarvaktirnar þegar burðarhrinan gekk yfir í fjósinu.


Lotta og Birta eiga sjálfsagt eftir að sakna hennar.


 En það er auðséð á svipnum á Pínu að henni er alveg sama. Enda er Pína bara Pína.

 Aflinn var þó eitthvað tregur, enda fannst veiðileyfið ekki.

 Úr neðri bænum fær hún svo hamingjuóskir með afmælið.emoticon 


 
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere