07.03.2009 10:20

Auðvaldið og Samkeppnisráð.


  Fyrir óralöngu þegar ég var á fyrstu metrunum á hinni pólitísku eyðimerkurgöngu minni, var ég pínulítið róttækur eins og ungum og efnilegum mönnum er títt.

  Góðu vinur minn á þeim árum var hinsvegar alvöru róttæklingur og er trúlega enn.

Hann hélt því hiklaust fram að ég bóndinn, væri helv. atvinnurekandi og kapítalisti.

 Ég hélt því reyndar fram að bændastéttin væri niðurnjörfuð í allskonar regluverkum og verðlagningarkerfum sem gerðu allar kapítalskar hugrenningar útilokaðar og mætti líta svo á að við værum  bara einn hópurinn í hinum vinnandi stéttum. Rétt er að taka fram að þessi umræða okkar félaganna fór fram áður en kvótakerfið og fylgifiskar þess var fundið upp. 

  Fljótlega uppúr því að við vinirnir hættum að kryfja tilveruna og ég fór að auka kröfurnar um sífellt eldra Wiský, rann upp fyrir mér að hann hefði trúlega haft nokkuð til síns máls.

 Líklega væri ég bara helv. atvinnurekandi og kapítalisti.

  Mér sýnist að samkeppnisstofnun sé með nýfelldum úrskurði sínum að staðfesta það að nokkru leiti.


             Lýsandi dæmi um stórkostlegt samráð um fjármál kapítallistanna.

  Mér sýnist þó, að í úrskurðinum sé mjólkurframleiðendum og rollubændum skipað í flokk svona míní kapitalista en " frjálsu " greinarnar, svína, kjúklinga og eggjabændur séu svona alvörukapítalistar og skuli meðhöndlaðir sem slíkir.


           Tveir síbrotamenn á vettvangi. Hvað skyldi Wiskýið þeirra vera gamalt??


  Ég hef lengi haft efasemdir um það hversu hollt það sé okkur , stóru og litlu " kapítalistunum" að halda svona utanum matvælaframleiðendur þessa lands eins og gert er í gegnum Bændasamtök Íslands. 
  Nú held ég að menn hljóti að setjast niður og hugsa sitt ráð án þess að væla of mikið.

Þetta á nefnilega eftir að versna mikið enn, þegar Samkeppnisráð uppgötvar það sem vinur minn hélt fram forðum.

 Að ég og samherjar mínir í bændastétt værum allir atvinnurekendur og helv. stórkapítalistar.emoticon 

  Þá verður enginn dans á rósum að hokra í búskap á Nýja Íslandi.emoticon 

 
Flettingar í dag: 1633
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 883
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 661962
Samtals gestir: 58401
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 22:00:25
clockhere