30.11.2008 08:52
Árshátíð Laugargerðisskóla.
Laugargerðisskóla sem þjónar gömlu Hnappadalssýslunni sækja 45 börn samtals ef leikskólinn er talinn með. Þar geta nemendur lokið tíunda bekknum.
Margir hestamenn þekkja hann sem Hótel Eldborg en þaðan er stutt á fjörurnar og er óhætt að segja að okkur fjöruriddurum Eyjarhreppsins finnst stundum nóg um traffíkina.
Skólastjórinn hún Kristín Guðmundsdóttir setti hátíðina. Hún ræddi m.a. um mannauðinn sem væri ómetanlegur og brýndi okkur nú í að standa vörð um skólann okkar. Ég sá nú ekki betur en hún liti sérstaklega á eina sveitarstjórnarmanninn á svæðinu í þeim töluðu orðum.
Formaður nemendaráðsins, Karen á Kaldárbakka kom næst. Ég sá að allir tóku vel eftir því .þegar hún sagði okkur frá heimabakstri nemandanna sem lögðu til veisluföngin, sem biðu okkar eftir skemmtiatriðin. Hún taldi nú samt öruggast að láta þess getið að mömmurnar hefðu nú kannski komið pínu að málinu. Innkoman af árshátíðinni rennur svo öll í ferðasjóð nemenda.
Settur hafði verið upp söngleikurinn Frelsi sem saminn er af tveim kennurum á Akranesi.
Og það er náttúrulega ýmislegt á sveimi hér vestra og fjölbreytni í mannlífsflórunni.
Já við erum alveg óskaplega rík hér í Laugargerði og eins gott að sveitarstjórnarmennirnir standi vaktina.
Þetta var fínt hjá krökkunum og veislan á eftir var uppá 10. Hvort sem það var nú þeim að þakka eða mömmunum.
Ég held að það sé engin kreppa í sveitinni.