20.11.2008 20:53

Akrar og hitaveita.



  Þó tíðarfarið sé rysjótt er jörðin klakalaus. Það kemur sér vel fyrir þá sem baslast við að lifa á landsins gæðum og eru að rísla við jarðrækt fram á veturinn og helst áður enfarið er að vora almennilega.
 Á meðan yngri bóndinn dundaði sér við að ryðja út ruðningum, fórum við nágranninn í skoðunarferð um nánasta umhverfi.



 Hér er verið að vinna nýtt land til ræktunar. Það er fullþurrkað, plægt og ruðningum síðan ýtt út. Dalsmynni sf. hefur bæði landið og ýtuna á leigu.

  Söðulsholtsbóndinn er líka að brjóta nýtt land til akuryrkju í gjaldeyrisskortinum.



  Hér er verið að vinna fyrir hann tvær km . langar spildur sem eiga vonandi eftir að gefa 30 - 40 tonn af úrvalsbyggi árlega.

  Við kíktum svo niður í hitaveitu en ég hef vanrækt hana undanfarið.


 Þetta er dæluhúsið okkar við Kolviðarnesvötn, ásamt Söðulsholtsbóndanum sem lítur rannsakandi yfir á Austurbakkann. Það var samt engin skæruliðastarfsemi í gangi í dag.

 
Það er alltaf jafn notalegt að heyra suðið í dælunni sem dælir hitagjafanum til 9 lögbýla og byggskemmunnar, samtals um 15 km. Hér var allt í sómanum og ég tók nokkrar myndir til að setja inn á vefsíðu hitaveitunnar.



  Það skiptir engu hvort Söðulsholtskallinn er á henni Gerplu sinni eða fjórhjólinu. Núpáin er alltaf farin á fullri ferð.

  Hringnum var svo lokað með því að taka úr sér hrollinn í kaffistofu Hestamiðstöðvarinnar í Söðulsholti. Þar var m.a. farið yfir hvaða sölur væru í kortunum og hvað væri til í saltkjötstunnuna.

Er ekki langur og harður vetur framundan??emoticon





Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1623
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 976844
Samtals gestir: 70007
Tölur uppfærðar: 20.7.2025 03:33:14
clockhere