19.11.2008 20:25

Framboð og eftirspurn.


   Nú er heldur betur að lifna yfir pólitíkinni. Það sýnist  vera orðið morgunljóst, hvort sem mönnum líkar vel eða illa við hann Davíð, að hann verður að fara að grúska í einhverju öðru en peningunum okkar. Það gengur ekki á þessum vandræðatímum, að í hvert skipti sem hann mætir í fjölmenni eða sjónvarp, sé hann kastandi handsprengjum í allar áttir. 

  Það eina sem virðist tefja fyrir komandi kosningum er skortur á samstarfsflokki fyrir hana Sollu að þeim loknum. Varla bjargar anti-Evrópuflokkurinn sem spáð var í fréttunum áðan, því .

  Og ekki þarf mikinn spámann til að sjá, að þeir sem hlóðu bálkestina og réttu síðan vinum og vandamönnum eldspíturnar, eftir að hafa slökkt á reykskynjara og slökkvikerfinu, eru í vondum málum. Þeir munu koma  illa sárir og ákaflega móðir útúr þeim kosningum.


                     Sparnaðurinn logaði vel í höndum brennumanna.

 
Samt verður trúlega kosið í vetur hvað sem svo tekur við. Og ef/þegar til þess kemur í framhaldinu að farið verði að díla við EB, er ekki líklegt að fast verði staðið í ístöðum þegar kemur að samingum vegna ísl. landbúnaðar.

    
Nú furða menn sig á því hvernig nokkur krosseignafélög hafa komist í þús. milljarða skuldsetningu, en hvað átti að gera við sparifé evrópubúanna, þegar að streymdi inn í landið á annan milljarður daglega þegar best lét.

   Það var þó gott hjá Davíð þegar hann sagði að nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum vegna bankahrunsins.

   En framboðið væri sáralítið.emoticon
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere