14.11.2008 22:56
Hundabúrin.
Þegar hundafjöldinn fór að fara úr böndunum varð að gera eitthvað í málunum. Eftir að hafa velt fyrir mér hlutunum, skoðaði ég hundahótelið hjá þeim heiðurshjónum á Bergi tók nokkrar myndir o.sv. frv.
Síðan var yngri bóndanum boðið í bíltúr með málbandið og þá fóru hjólin að snúast.
Efnið í grindunum eru 6mm teinar.Í römmunum er 20 mm. prófíll og 20 mm.skúffujárn sem milliplöturnar eru felldar inní. Allt efnið var tekið svart (ógalvað) og endað á að grunna það og mála.
Hundarnir eru mjög ánægðir í þessu og ef koma gestir er þrengt að heimahundunum.
Mín heittelskaða var meira að segja nokkuð ánægð með framtaksemina hjá mér í nokkra daga.
Dáð litla sem bjó fyrstu dagana í stóru flutningsbúri, kunni aldrei við sig þar. Hún var hinsvegar fljót að fíla þetta búr í botn, enda rúmt um hana, en þetta er gotbúrið. Þar sem nú virðast hundaáhugamennirnir vera að kíkja við hjá mér skellti ég inn myndum í albúm..
Svo eru náttúrulega allir velkomnir á smalahundakeppnina hér á morgun, laugardag kl 1.
Þar verður trúlega fámennt en mjög góðmennt og það gætu vel sést góð tilþrif í brautinni.