31.10.2008 12:03

Betri tíð með???


 Nú hefur veðurguðinn skipt um gír, 4 st hiti, niðaþoka í sveitinni og rigning.

 Það er dálítið síðan ég óskaði eftir endurskoðun á vetrarkomunni því hér átti eftir að létta á haughúsum fyrir veturinn og það þarf helst að gerast á auða jörð. Nú er bara að vita hvort snjórinn verði fjarlægður og friður gefist til þess.

  Hvað um það, ég er allavega farinn í frí um helgina með minni heittelskuðu og mun ekki stressa mig á snjó eða snjóleysi á meðan. Því síður að nokkurt krepputal verði leyft um sinn.

Gangið svo hægt um gleðinnar dyr um helgina. emoticon
Flettingar í dag: 2618
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 1248
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1196916
Samtals gestir: 74519
Tölur uppfærðar: 6.12.2025 14:51:36
clockhere