30.10.2008 09:28

Hrossasprautun.


   Í gær var hrossastóð Hestamiðstöðvarinnar rekið  heim og sprautað fyrir ormum og lús.

Þetta er dálítill floti þrátt fyrir að hellingur sé kominn á hús og lá við að væri leikur í sumum enda búin að vera á lúxushaga undanfarið.



          Og eins og þið sjáið er dálítið vetrarlegt núna í þessum nafla alheimssins.

 
Tittirnir eru komnir inn um stundarsakir til þess að fara aðeins um þá höndum.
Ég sé nú reyndar bara einn þeirra ef ég á leið um hesthúsið. Sá lét ófriðlega í stíunni sinni meðan verið var að meðhöndla stóðið í ganginum.



                         Já hann Funi frá Dalsmynni er langflottastur.

  Hrossin litu mjög vel út og engir nýir hnjóskar sjánlegir þó sumum gæti verið orðið hætt, svona eins og hárafarið væri að verða úfið á lendinni.

 Svo rakst ég á aðra tvílembuna sem vantaði á heimturnar, á stað sem síst skyldi!!!

 Óvæntu uppákomurnar eru bestar.emoticon 


 
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 543
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 723195
Samtals gestir: 61251
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:26:33
clockhere