18.09.2008 12:07

Fyrsta smölun haustsins.


  Það var gaman að finna hvernig klárarnir smullu í smalagírinn fljótlega eftir að lagt var í hann.
 Engin montreið í dag. Efst í Þórarinsdalnum ákvað ég að skipta um og leggja á Hyrjar áður en lagt yrði vestur úr Núpuskarðinu. Það kom sér betur því veðurhæðin var slík í skarðinu að ég var snöggur úr hnakknum enda hálffældust kláranir í mestu látunum. 



 Svona smalagræjur er gott að eiga. Assa er óþreytt eftir að hafa aðstoðað Atla lítilsháttar en Vaskur er búinn að fá að taka verulega á því og er orðinn framlágur. Assa var orðin framlág eins og bróðinn áður en lauk.Hún hefur haft mjög gott af ýmisskonar upprifjun og kennslu síðasta mánuðinn og svínvirkaði í leitinni.  Hlíðarhornið er í baksýn, en þar endar skógræktargirðingin í klettunum.

Það sló þó fljótt á vestanáttina þegar niðurúr skarðinu kom. Það var verið að smala Hafursfellið vestanvert . Þar afmarkast leitarsvæðið að vestanverðu af varnargirðingunni sem liggur þvert yfir nesið og er það til nokkurs hagræðis.



Pínulitli lækurinn orðinn myndarlegur. Það hafðist þó hjá Össu og Atla að koma þeim útí. Samvinnan hjá þeim gekk vel sem mér fannst gott, því senn gæti liðið að vistaskiptum hjá Össu.

Síðan er búið að girða af undir skógrækt alla vesturhlíð Hafursfellisins og slítur sú girðing sundur leitarsvæðið. Það hafa verið reynd ýmis tilbrigði í leitum þarna, eftir að ég tók yfir svæðið og nú hafði verið ákveðið að taka féð norðan skógræktargirðingar á bíl þarna innfrá.   Þarna fóru  23 kindur á bílinn .
 
   Pikkinn vígður í rolluakstri. Það var flugrúmt á þessum 23.  Framhlerinn á kerrunni er lagður niður og rekið þannig á bílinn.   

   Síðan var suðurhlíð fellsins smöluð að þjóðvegi. Þarna komu talsvert á annað hundrað fjár í hús og meiripartur þess ókunnugt. Aðallega  austurbakkaaðall, sérræktaður til ferðalaga.  

Það var síðan tvöfaldur Wiský hafður með í pottinn.emoticon

   

Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705189
Samtals gestir: 60649
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 06:09:08
clockhere