28.08.2008 21:31

Byggið.



  Nú er bara beðið eftir þurrki svo hægt sé að hefja þreskinguna. Þar sem byggið er þurrkað, eru uppi nokkrar kröfur um þroskastigið og Olsokakurinn sem fyrst var sáð í, telst vera tilbúinn í þreskingu. Einar sem er ekki búinn að gleyma fokinu s.l. haust er  allur á nálum í rokspánni, en ef þetta verður s.a. átt ætti öllu að vera óhætt því hún nær sér ekki á strik hér. Það fer svo að styttast í einn Skeggluakur og svo frv.


 Olsokið fyrir rúmum hálfum mán. Vaskur á leið inní akurinn að mæla hæðina.

                    Hérna er meðalhæðin á akrinum Svanur minn.



 Lómur er nýtt yrki sem við bindun nokkrar vonir við hér á Nesinu. Sexraða, ákaflega lágvaxið(lítill hálmur) en veðurþolið. Þessi akur er að vísu um tíu dögum yngri en Olsokakurinn en hæðin á bygginu er miklu minni.



  Og hann er vel grænn enn (10 ág.) Lómurinn er með mikla títu sem losnar bæði seint og illa af. (Er mér sagt.)

 Og ef veðurkortin ljúga ekki hefst þreskingin væntanlega á laugardaginn.
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere