30.07.2008 23:56

Hildur og Jonni gifta sig.



 Það var hátt til lofts og vítt til veggja í guðshúsinu þar sem athöfnin fór fram á sunnudeginum.


     Það er alltaf skemmtilegt að mæta í giftingar því allir eru svo hamingjusamir og glaðir. Stundum finnst manni örla á því að foreldrar (sérstaklega mömmurnar) brúðhjónanna verði stundum dálítið hugsi en það er trúlega misskilningur.

  Það var búið að vera pínu stress í gangi um morguninn því rigning í kortununum og skýjafar sem jókst þegar leið að giftingu ógnaði athöfninni. Þetta slapp samt allt og það birti til á ný og dagurinn endaði í logni og sól.

  Veislan var síðan í hlöðunni og þar var bóndinn nánast á heimavelli og erfiði gærdagsins (bændareiðin) hvarf eins og dögg fyrir sólu.

 Vegna veðurblíðunnar gekk illa að hemja veislugesti innandyra og þessu lauk síðan með dansi á flötinn framan við hlöðuna.

 Megi svo ávallt verða svona bjart yfir ungu hjónunum og þennan eftirmiðdag.
Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 9496
Gestir í gær: 831
Samtals flettingar: 1050460
Samtals gestir: 72785
Tölur uppfærðar: 5.9.2025 00:09:17
clockhere