24.07.2008 23:25

Skógrækt?



      Það eru fjölbreytilegt land sem lendir innan girðingarinnar. Holt, mýrarsund og fallegar brekkur sem vonandi sleppa við gróðursetningu.


     Dalsmynni sf. er með skógræktarsamning við Vesturlandsskóga og til að fullnusta hann þarf að girða af 20 ha. spildu ofan túns. Þessa dagana standa því yfir miklar girðingaframkvæmdir hjá okkur Höllu Sif. Girðingarstæðið er ekki upp á margar stjörnur, melar og mishæðir svo það verður góður dagur þegar síðasti staurinn verður kominn á sinn stað.
    Í dag byrjuðum við að draga út vírinn en þetta verður rafmagnsgirðing.

Veðrið í kvöld var svo alveg meiriháttar stafalogn og hlýtt. Mín heittelskaða gat ekki stillt sig um að koma og fylgjast með þegar ég var kominn með sláttuorfið í hendurnar að snyrta lautina, þar sem hvolparnir verða hafðir í seli næstu vikurnar. Trúlega hefur hún aldrei séð mig handleika sláttuorf fyrr.

   Nei, getur það annars verið??
Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere