22.07.2008 23:35
Glöggt er gests augað.

Trúlega fyrsti hundurinn í heimi sem mætti á tímabili í vinnuna með talstöð og vann eftir skipunum í gegnum hana.
Erlendu gestirnir mínir í kvöld urðu nokkuð hugsi á svipinn þegar ég sagði þeim frá því að í sept. væru öll fjöll og hálendi Íslands smöluð til að ná til byggða fé , sem gengi þar sjálfala allt sumarið. Sumir spurðu hvort ekki týndist mikið yfir sumarið, en bestur var sá sem spurði hvort þetta borgaði sig???? . Ég get róað fjárbændurnar með því, að ég svaraði ekki þeirri spurningu.
Og þeir höfðu mikinn áhuga á að vita hvað væri gert við öll hrossin sem þeir hefðu séð á tíu daga ferðalagi um landið( fengu reyndar hrossabuff í kvöldmatinn)??
Það stendur að sjálfsögðu ekki á svörunum við spurningaflóðinu og jafngott að enginn innfæddur er viðstaddur.

Skrifað af svanur