21.07.2008 23:09

Jafnt á réttláta og????

     
                                              Beðið mjöltunar.                  

 Já það rigndi eldi og brennisteini yfir okkur líka sem var hið besta mál.

Áburðurinn rétt komst á rýgresið og nýræktina áður en flóðgáttir himinsins opnuðust .  Kýrnar voru svo settar inn eftir hádegið enda orðnar veðurvandar  eftir sumarið. Atli var síðan í skurðgreftri  en ég dúllaði við að koma heim mínum hluta  hrossaheysins  og náði að ljúka því fyrir mjaltir.  
  Ferðahrossin frá því um helgina voru síðan hýst í nótt  því þó ekki sé kalt í veðri báru þau sig ekki vel í úrhellinu.  
 
  Og hvolparnir mínir níu blása út, enda farnir að hakka í sig mat með móðurmjólkinni. Nú þarf að hressa upp á kynningarsíðuna fyrir þessa óseldu og verðleggja gripina í vikunni.

Já vikan fer svo annars að mestu leiti í það að hlakka til bændareiðarinnar
 á laugardaginn..                

 

 

Flettingar í dag: 1232
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1937
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 1141237
Samtals gestir: 73749
Tölur uppfærðar: 26.10.2025 22:48:50
clockhere