20.07.2008 21:28

Tveir dagar í hnakknum!

    


  Já það var lagt á og riðið vestur að Langaholti í Staðarsveit.
Hestamannafélagið Snæfellingur hefur í samvinnu við Stakkhamarsbændur komið upp
áningargerði í Stakkhamarsnesi af miklum myndarskap.
Og fjallahringurinn er ekkert slor. Ljósufjöll í norður og.



 Snæfellsjökull í vestri. Og hérna bíður fjaran okkar rennislétt og hörð nær óslitið næsta klukkutímann. Já og takið eftir skýjafarinu. Svona er þetta alltaf hér á Nesinu.

 Við hestamiðstöðvarfólk, mínus Einar, fjögur st. + 16 hross, slógumst í för með ferðahóp sem samanstóð af fólki víðsvegar af landinu.Bolungavík til Dalvíkur Einn  alvörubóndi var með eins og í öllum alvöru hestaferðum. Hilmar í Kolbeinsvík á Ströndum.

 í

   Ég get alveg fullvissað ykkur um að þetta var ekki svo leiðinlegt,.



       Það var talsvert færra á heimleiðinn og annað skýjafar.    Þessi gráa er svo til sölu.



 Og þessi eru annaðhvort á undan eða eftir.

   Til að hafa fjöru þessa leið, Staðará -Núpá (um 30 km.) þarf að gæta tímans vel .
Við töfðumst aðeins á bakaleiðinni og fjaran var ansi tæp í restina. Ástandið varð þó ekki eins slæmt og hjá hópnum sem fór frá Skógarnesi í Laugargerði( Hótel Eldborg) á föstudeginum og var með Bakkus fyrir gæd. Ekki orð um það meira(í bili).

 Í myndaalbúmi eru svo textaðar myndir fyrir áhugasama.


Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 762
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 1276790
Samtals gestir: 75450
Tölur uppfærðar: 29.1.2026 08:17:40
clockhere