18.07.2008 21:57

Rúllur og rýgresi


  

              Rýgresið/byggið slegið með knosaravélinni og skáranir látnir liggja óhreyfðirog rúllaðir þannig þegar hæfilegu rakastigi er náð,eða þurrkinn þrýtur..


 
Já byggið/rýgresið var slegið á þriðjudagsmorguninn og verður trúlega rúllað á morgun. Þó ekki væri sáð nema hálfum skammti af byggfræi var það ríkjandi í akrinum og komið að skriði. Það verður spennandi að vita hvernig kúnum líst á það í vetur. Nú verður köfnunarefni borið á og rýgresið vonandi slegið aftur og síðan mun það væntanlega nýtast til haustbeitar.
 Það var lokið við að koma hrossaheyinu í plast í dag og nú bíða 309 rúllur heimflutnings. Þær eru í 3 stærðarflokkum, 100 cm. í þvermál(enda í Rvík hjá Jonna og Halldóru) 120 cm. sem verða notaðar á tamningastöðinni í vetur og 140 cm. í útiganginn.( Trippi og fylfullt. )  Heyskapurinn fyrir annan útigang er ólokið og bíður enn um sinn.

  Danirnir sem komu til mín í gærkveldi spurðu um refaveiðar og byggrækt. Síðan spannst mikil umræða um ullarvöxtinn á sauðfénu á Íslandi. Sumar væru mjög snögghærðar , sumar með mikla ull en skrítnastar væru þær sem væru snögghærðar fremst en með mikla ull aftast???

  Já , það getur svo ekki margt komið í veg fyrir það, að ég verði í hnakknum næstu tvo dagana.

 

 

Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere