02.07.2008 20:38

Allt komið undir kontrol aftur.

 
                     Snilld hefur engu gleymt síðan í vetur
  
    Húsmóðirin er heimt af austuröræfunum og fékk þetta fína veður alla dagana. Að vísu varð hún veðurteppt í Vík í Mýrdal á heimleiðinni en það er önnur saga.
  Ég sem fylgdist með veðurspám og vorkenndi henni  alveg skelfilega í rigningarspánum  hefði betur sleppt því.
  Við Halla Sif tókum svo daginn í að rífa upp gamlar girðingar og koma þeim í gáminn.
Þetta var svona létt æfing fyrir væntanlegar nýgirðingar en þar eru endalaus verkefni framundan og ljóst að þau klárast ekki þetta sumarið.
 Og það var síðan tekin létt hundaæfing en nú þarf að koma sér í þann gír líka ef eitthvað á að verða úr verki í því, þetta sumarið. Einar kom svo í morgunkaffið til að minna mig á hvaða helgar væru fráteknar í hestaferðir. 

 Þetta sumar verður greinlega alltof stutt í seinni endann.
 

 

Flettingar í dag: 238
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 705189
Samtals gestir: 60649
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 06:09:08
clockhere