23.05.2008 21:27
Loksins eitthvað að gerast!!
Já nú er allt að komast í rétta gírinn í sveitinni. Rollurnar hrista úr sér lömbin hver í kapp við aðra og þó enginn hafi beðið um að 14 % þeirra yrðu þrílemdar er það staðan í dag. Já það þýddi ekkert að láta sig dreyma um kaffipásu eða smákríu eftir að mætt var á vaktina í nótt því milli þess sem tekið var á móti, var verið að braska með þrílembinga fram og til baka. Það verður skrautlegt þegar húsmóðirin fer að ættfæra þetta allt saman?? . Dóttirin sem var búin að yfirtaka stóran hluta af rollustússinu brá sér í bæinn að taka á móti einkunnunum sínum. Þar sem henni hlotnaðist í vöggugjöf góður slumpur af námshæfileikum foreldranna(af miklu að taka þar) voru þær vægast sagt frábærar og til hamingju með það Halla Sif.
Svo er búið að pakka saman jarðvinnsludótinu þetta vorið og mátti ekki seinna vera. Og í þessun skrifuðu orðum rennur rándýr áburðurinn í gegnum dreifarann á hvanngræn og kafloðin túnin og mun væntanlega gera það áfram næstu dagana. Veðráttan er búin að vera ólýsanlega fín í marga, marga daga og samkvæmt langtímaspánni lítur þetta allt vel út svo langt sem augað eygir. Var svo einhver að kvarta??
Ef ég fengi svo eins og einnar nætur svefn fljótlega væri lífið alfullkomið.
Svo er búið að pakka saman jarðvinnsludótinu þetta vorið og mátti ekki seinna vera. Og í þessun skrifuðu orðum rennur rándýr áburðurinn í gegnum dreifarann á hvanngræn og kafloðin túnin og mun væntanlega gera það áfram næstu dagana. Veðráttan er búin að vera ólýsanlega fín í marga, marga daga og samkvæmt langtímaspánni lítur þetta allt vel út svo langt sem augað eygir. Var svo einhver að kvarta??
Ef ég fengi svo eins og einnar nætur svefn fljótlega væri lífið alfullkomið.

Skrifað af svanur