22.05.2008 03:28
Kaffi og kropp.
Já þetta er trúlega í fyrsta sinn í samanlagðri sauðburðarsögu minni sem ég er sestur niður fyrir kl. fjögur að morgni með kaffibolla. Til vitnis um að ístöðuleysið er algjört, er Nóakropp í hinni hendinni. Eins gott að síðasta sauðburðarhrinan stendur yfir. Við lauslega skoðun frúarinnar á frjósemisstöðunni kom í ljós að þrílembufjöldinn helst nokkurnveginn í hendur við einlemburnar það sem af er sauðburði.Síðasta sólahringinn eru hlutföllin þó 4 á móti einni einlembu. Þar sem stærsti hluti(lítill) einlembnanna var í sæðishópnum nýttist hann illa í þrílembingadæminu og stefnir nú í að þó nokkrar ær muni ganga með þrem lömbum í sumar. Nú felst aðal undirvenjufídusinn í því, að venja þrílembing undir tvílembu sem er vænlegri til að ganga með þrjú en orgínal móðirin. Það er svo dálítið blóðugt að þrátt fyrir mikla snilld minnar heittelskuðu við þessa iðju tekst ekki alltaf að fá einlembu til að taka að sér aukalamb, sérstaklega ef það er orðið nokkurra daga gamalt. Þá falla stundum nokkur ókristileg orð um lundarfar blessaðrar sauðkindarinnar af munni undirritaðs en húsmóðirin er eins og menn vita mun dannaðri hvað þetta varðar.
Nú er byggsáningu lokið þetta vorið og endaði með því að hér var ákveðið að sleppa sáningu í rúma 5 ha. Þarna var um að ræða akra sem átti/á að loka með grasfræi jafnframt og þar sem að eyða þarf nokkrum tíma í frágang fyrir það, var ákveðið að við værum fallnir á tíma og rétt að snúa sér að öðrum vorverkum. Því miður er afkoman í byggræktinni þannig, að ekki dugar að láta alvöru búreksturinn víkja fyrir henni eins og gerst hefur í vor. Það var fyrst í dag (gær) sem verið var að sá rýgresinu sem á að slá a.m.k. tvisvar og ekki farið að koma áburði á tún enn, sem er orðið löngu tímabært. Það þarf því að hugsa þessa akuryrkju "aðeins" upp á nýtt fyrir næsta vor. Það var svo loksins í gær sem ég komst í fyrstu yfirferð á girðingum. Framkvæmd var " skemmri skírn" á hluta fjall/túngirðingarinnar til að koma rafmagninu áleiðis niður fyrir veg svo hægt sé að ná einhverri stjórn á fjárbeitinni. Nú var alvöru snjór í vetur og þótt hann sé fínn fyrir snjósleðana kom í ljós að talsverð vinna liggur í girðingum umfram það sem verið hefur undanfarin ár.
Já það verður tilhlökkunarefni(eða þannig) að komast í sauðfjárveikigirðinguna sem er örugglega undir snjó að hluta enn og verður það fram á sumar.
Nú er byggsáningu lokið þetta vorið og endaði með því að hér var ákveðið að sleppa sáningu í rúma 5 ha. Þarna var um að ræða akra sem átti/á að loka með grasfræi jafnframt og þar sem að eyða þarf nokkrum tíma í frágang fyrir það, var ákveðið að við værum fallnir á tíma og rétt að snúa sér að öðrum vorverkum. Því miður er afkoman í byggræktinni þannig, að ekki dugar að láta alvöru búreksturinn víkja fyrir henni eins og gerst hefur í vor. Það var fyrst í dag (gær) sem verið var að sá rýgresinu sem á að slá a.m.k. tvisvar og ekki farið að koma áburði á tún enn, sem er orðið löngu tímabært. Það þarf því að hugsa þessa akuryrkju "aðeins" upp á nýtt fyrir næsta vor. Það var svo loksins í gær sem ég komst í fyrstu yfirferð á girðingum. Framkvæmd var " skemmri skírn" á hluta fjall/túngirðingarinnar til að koma rafmagninu áleiðis niður fyrir veg svo hægt sé að ná einhverri stjórn á fjárbeitinni. Nú var alvöru snjór í vetur og þótt hann sé fínn fyrir snjósleðana kom í ljós að talsverð vinna liggur í girðingum umfram það sem verið hefur undanfarin ár.
Já það verður tilhlökkunarefni(eða þannig) að komast í sauðfjárveikigirðinguna sem er örugglega undir snjó að hluta enn og verður það fram á sumar.

Skrifað af svanur