13.05.2008 03:43
Akuryrkjan er lottó.
Þyrftum að eiga svona græjur hér á Nesinu.
Því verður seint breytt að akuryrkja hér á skerinu verður alltaf áhættusöm. Þegar verið er að samnýta sérhæfð tæki sem gert er ráð fyrir að komist yfir tiltekinn hektarafjölda í úthaldinu geta komið upp vandræði ef dagarnir verða of fáir haust og vor sem hægt er að vinna við sáningar og uppskerustörfin. Upphafið að hrellingum okkar byggræktenda í Eyjarhreppnum sáluga voru miklar rigningar allt síðastliðið haust. Þær urðu til þess að ekki náðist að plægja akrana fyrir veturinn. Þetta hefði vel sloppið á góðu vori eins og átti að koma núna. Góða vorið hvað akuryrkju varðar kom hinsvegar ekki og kemur ekki héðanaf . Þetta er í fyrsta sinn síðan byggræktin varð alvöru hjá okkur sem við erum að berjast við klaka í ökrunum vel fram í maí. Við hefðum tekið sénsinn á að sá bygginu þrátt fyrir frost í jörð ef plægingin hefði verið fyrir hendi og náð að ljúka sáningunni á ásættanlegum tíma. En það eru ekki alltaf jólin og nú er róinn lífróður við að ljúka vinnslu og sáningu og sést ekki til lands enn. Þó rigningin sé góð og nauðsynleg á þessum árstíma, sérstaklega ef hún er í hófi, virkar hún ekki vel á akrana við þessar aðstæður.
Það liggur því fyrir að fara verður tvær umferðir(sáð í allt sem fært er ) um svæðið við sáninguna vegna bleytu og ásamt því að við erum þegar orðnir 10 dögum seinni en hollt er, verður ljóst að uppskerumetið verður ekki slegið þetta árið. Að þessum skelfingum slepptum lítur ágætlega út með vorið ,allt að grænka en kalið kom aðeins við sérstaklega í nýræktunum þar sem allar lægðir sem vatn náði að sitja í lungann af vetrinum munu ekki skila uppskeru.
Það liggur svo við að maður fari að vorkenna sér við að lesa þetta yfir.
Því verður seint breytt að akuryrkja hér á skerinu verður alltaf áhættusöm. Þegar verið er að samnýta sérhæfð tæki sem gert er ráð fyrir að komist yfir tiltekinn hektarafjölda í úthaldinu geta komið upp vandræði ef dagarnir verða of fáir haust og vor sem hægt er að vinna við sáningar og uppskerustörfin. Upphafið að hrellingum okkar byggræktenda í Eyjarhreppnum sáluga voru miklar rigningar allt síðastliðið haust. Þær urðu til þess að ekki náðist að plægja akrana fyrir veturinn. Þetta hefði vel sloppið á góðu vori eins og átti að koma núna. Góða vorið hvað akuryrkju varðar kom hinsvegar ekki og kemur ekki héðanaf . Þetta er í fyrsta sinn síðan byggræktin varð alvöru hjá okkur sem við erum að berjast við klaka í ökrunum vel fram í maí. Við hefðum tekið sénsinn á að sá bygginu þrátt fyrir frost í jörð ef plægingin hefði verið fyrir hendi og náð að ljúka sáningunni á ásættanlegum tíma. En það eru ekki alltaf jólin og nú er róinn lífróður við að ljúka vinnslu og sáningu og sést ekki til lands enn. Þó rigningin sé góð og nauðsynleg á þessum árstíma, sérstaklega ef hún er í hófi, virkar hún ekki vel á akrana við þessar aðstæður.
Það liggur því fyrir að fara verður tvær umferðir(sáð í allt sem fært er ) um svæðið við sáninguna vegna bleytu og ásamt því að við erum þegar orðnir 10 dögum seinni en hollt er, verður ljóst að uppskerumetið verður ekki slegið þetta árið. Að þessum skelfingum slepptum lítur ágætlega út með vorið ,allt að grænka en kalið kom aðeins við sérstaklega í nýræktunum þar sem allar lægðir sem vatn náði að sitja í lungann af vetrinum munu ekki skila uppskeru.
Það liggur svo við að maður fari að vorkenna sér við að lesa þetta yfir.
Skrifað af svanur