28.04.2008 20:04

Hágangssonur fæddur.



  Það blés  kalt um litla Hágangssoninn þegar hann kom í þennan harða heim í morgunsárið. 12- 15 m/sek.. og hiti neðan við núllið þó sólin væri komin upp.
  Hann var þó bara látinn skjálfa sér til hita og þornaði fljótt enda hlýnaði vindurinn með hækkandi sól. Eftir að fylgjan náðist síðan með smá utanaðkomandi aðstoð slakaði merareigandinn loksins á. Folaldseigandinn sem er heimasætan á bænum var löngu búin að  fá sms ið sitt og myndirnar eru komnar  í albúm svo hún geti síðan að lokinni skoðun, aftur farið að snúa sér að próflestrinum. 

  Og plógurinn var settur við. Það gekk að plægja (næstum) frostlausu akrana en þeir með frostskáninni verða geymdir því ekki var hægt að bylta jarðveginum almennilega ofan á klakaskáninni þó það hafi stundum virkað á köldu vori. Það var svo alveg dj. napurt að spúla sandinn/saltið af sturtuvögnunum eftir skeljasandsaksturinn.

 En það hlýnar um helgina.

   
Flettingar í dag: 769
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 805902
Samtals gestir: 65278
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:10:16
clockhere