28.02.2008 23:48
Lóðamál og önnur mál.
Það er mikill jafnfallinn púðursnjór í sveitinni núna og þar sem á að hvessa mun mikið ganga á meðan hann sópast út á sjó. Trimmrollurnar mínar voru því lítið látnar labba í dag en hundarnir fengu hinsvegar að hreyfa sig vel í kringum þær, sem þeir töldu ekkert eftir sér enda hver öðrum áhugasamari. Einn nemandinn er á lóðaríi og Asi tek allt slíkt rosalega inná sig og spangólaði mikið í svítunni sinni( er greinilega orðinn talsverður Skagfirðingur í sér), en gleymdi samt öllum slíkum hugrenningum meðan á vinstri-hægri og stopp skipunaræfingunum stóð og sparaði sig hvergi í snjónum. Hann hefur greinilega haft gott af því að komast í langt jólafrí úr skólanum. Það var síðan dálítið verið að símast í dag m.a. gengið frá hljómsveit fyrir boðsballið sem verður föstudagskvöldið 4 apríl. Reddað refaagni sem ég fæ í næstu viku, því eins og stundum áður finnst mér sauðfjárafurðirnar ekki virka almennilega. Ekki var farið á hestbak í dag þrátt fyrir fjölda áskorana.
Nú er bara að lát sig fara að hlakka til væntanlegs snjómoksturs.
Nú er bara að lát sig fara að hlakka til væntanlegs snjómoksturs.

Skrifað af svanur