30.12.2007 22:38
Blessuð blíðan.
Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að treysta því að suðaustanáttin taki mildilega á okkur Eyhreppingum eins og hún hefur gert svo lengi sem elstu menn muna.Þetta er í annað skipti í vetur sem sem hún fer dálítið verklega hér um, þó það sé samt vandræðalaust en eitthvað hefur það þá verið annarsstaðar. En það er víst allt fokið sem fokið getur svo allt fer þetta vel fram , fyrir utan fjallafarana veðurglöggu á Langjökli.
Það verður dálítið stífur dagur á morgun því milli mála verður rennt í bæinn í níræðisafmælið hans tengdapabba og svo er liðinu boðið í mat annað kvöld.
Brennan verður hinsvegar ekki fyrr en á þrettándanum en það fer eftir veðri hvort ná þurfi hrossunum saman í aðhald á morgun vegna flugeldanna hér í sveitinni.
Við hér í Dalsmynni óskum ykkur þarna úti ánægjulegra áramóta og gleðilegs árs.
Skrifað af Svanur