Færslur: 2015 Október

18.10.2015 21:11

Tamningar á fullu .

 Nú er maður kominn á kaf í tamningarnar .

 Það er til marks um pressuna  að það var farið með hunda í kindur  8  sinnum einn  daginn  í grenjandi rigningu. emoticon



 Ronja 15 mán. Slóð á myndband .

  Nú er verið að rembast við að klára 3 ( seldir með 1 mán. tamningu) úr gotinu undan Ronju og Tinna frá Brautartungu.

 Það er að koma býsna vel út.

 Annar þeirra sem ég hélt sjálfur eftir er seldur, kominn vel af stað, en hinn fer trúlega  mikið taminn næsta sumar. 


Sá sjötti bíður eftir að komast í námið

  Pressan á mér er vegna þess að það er ómetanlegt að hafa aðgang að ferskum kindum með þá sem er komnir jafnlangt í tamningunni og  þau sem ég er að vinna í akkúrat núna. 

  Ferskum kindum sem hægt er að ganga að við mismunandi aðstæður og misstórum hópum á túnunum. Ómetanlegt  þegar verið er að kenna og þjálfa úthlaup og allskonar  sem upp kemur við þessar aðstæður.

 Þetta er semsagt kapphlaup við veturinn og hvenær féð verður tekið á hús og rúið.

 Þessir 3 áttu að fá mánaðartamningu til að byrja með og verða komnir mjög vel af stað eftir hana.

 Eiga að verða nothæfir í smalið eftir að búið verður að kenna eigendunum á þá. 

 En það er samt mikið sem þeir geta lært í viðbót og það að slípast í vinnu og verða eitt með eigandanum í smalamennskunni er nú nokkurra ára ferli . emoticon

 Hér er myndband sem sýnir t,d, hvernig skipun sem er fljótkennd á síðari tamningastigum nýtist í smalinu.

Skipun sem ég þarf ótrúlega oft að nota.

( smella á myndina)

Horfa á myndband



 

 

14.10.2015 21:29

Sauðfjárárhringnum lokað.

  Það er alltaf sama spennufallið þegar maður horfir á eftir fjárflutningabílnum með lömbin í Hvíta húsið á Hvammstanga. 



 Heimturnar hafa verið með allra , allra besta móti. Allt fullorðið skilað sér og vantar ekki nema tvo lömb af fjalli.

 Það voru ekki miklar væntingar um að met yrðu slegin í fallþunga eða gæðum þetta árið.  að vísu sannfæring um að þetta yrði betra en í fyrra sem var botnár hjá okkur.

Það gekk eftir.

 Stefnan var sett á að fallþunginn yrði yfir 18 kg. og gerðin yfir 10 .emoticon  

Þetta gekk hvorugt eftir. emoticon

 Meðalvigt var 17.98 . - gerðin 9.8 og fita 6.83 sem telst magurt á Dalsmynnskan mælikvarða emoticon

 Lífgimbrahópurinn uppfyllti nokkurnveginn þær kröfur sem hér eru gerðar af hógværð og lítillæti.

 Nú er Saumur inni í ræktuninni og svo heppilega vildi til að annar ásetningshrúturinn er undan honum.



 Spurning hvernig honum vegnar á komandi hrútasýningu á föstudagskvöldið.
 Það er samt engin stefna eða markmið í gangi, í því máli.emoticon

 Þar sem næstu blogg munu verða helguð fjárhundum með ýmsum hætti er ágætt að æfa sig með einu myndskeiði af innrekstri fjár. 

Hér er þetta rólegt dól og miklu minna fjör heldur en fyrir þó nokkrum árum þegar blóðið rann hratt og örugglega í mannskapnum og raddböndin fengu góða æfingu.


Horfa á myndband.


Já, og þá þurfti svo hellings mannskap til að hægt væri að koma safni í rétt og hús.


Miklu meira fjör í því. emoticon



02.10.2015 22:32

Forystu Móra og áróðurstæknin

 Smali var skilinn eftir heima í dag. 

Ég veit ekki hvor okkar var ósáttari við það en það er erfiður dagur framundan hjá honum í Rauðamelsfjallinu á morgun. 

  Ég huggaði hann með því að hann fengi að koma með í sunnan og vestanvert Hafursfellið seinnipartinn í dag þar sem þyrfti að reka uppá kerru sem næðist.

 En dagurinn byrjaði á að leita uppi 8 kinda hóp sem hafði komist í kletta í leitinni á dögunum.


 Þær höfðu verið uppundir klettum í Seljadalnum og voru snöggar að forða sér yfir Núpinn þegar ég birtist á Þórarinsmúlanum norðanmegin í dalnum. Aldrei misst kindur þar yfir áður.



  Nú kom ég upp dalinn að sunnanverðu og leist ekki meira en svo á  þegar ég sá hvernig kindurnar dreifðust um dalinn .

  Efst var einlemba, tvílemba talsvert neðar og enn neðar sást ofaná tvílembu en þar á milli  var hæð svo þar gátu verið fleiri.

   Korka sá ekki einlembuna sem lá og fór lítið fyrir henni. Hún var alltaf að horfa upp í klettana og vildi þangað þegar ég sendi hana af stað, minnug þess að hafa lent í fjörugu hreinsunarstarfi þar í fyrra.  

  Það var allur dalurinn milli okkar og kindanna og tvílemban var búin að átta sig á hvað var ´á seyði og lögð af stað . Korka sá hana og fór nú loks í rétta átt en of neðarlega fyrir einlembuna.  Þegar hún var komin hæfilega langt var gefin stoppskipun  og síðan skipun um að leita betur  og nú sá hún einlembuna, fór uppfyrir hana en hélt svo áfram  fyrir tvílembuna. 

Framhaldið af því sést hér neðar.

 Þarna átti ég von á mórauðri forystuá frá sveitunga mínum. Hún var búin að vera á svæðinu síðastliðin  haust, hlýddi hundunum afar vel eins og er yfirleitt með forystu, hversu ruglaðar sem sumar þeirra eru að öðru leyti.

 Gerði samt alltaf  talsverðar tilraunir til að koma sér úr leitinni til að byrja með  en þegar það tókst ekki voru engin vandamál lengur.

 Þegar tekist hafði að ná þessu saman sem var á dalnum, var þetta orðið 10 kinda hópur og sú mórauða klár í að leiða okkur til byggða.

  Það að taka upp myndband í smalamennsku er ekki líklegt til árangurs en þau brot sem maður nær, nýtast til heimilda og stundum sem áróður fyrir bættri smalahundamenningu emoticon .

 En hér eru brot úr myndbandinu góða emoticon smella  HÉR
 

 
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403464
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:42:34
clockhere