Færslur: 2013 Mars

21.03.2013 19:39

Útskrift og tamningatækni.

Það er talsverður persónulegur áfangi að útskrifa 3 hunda úr tamningu sama daginn a.m.k. hjá undirrituðum..

 Þeir eru að vísu á mismunandi tamningastigum allt frá 1/2 mán. tamningu upp í 6 vikna.

 En kannski er Það bóndinn sjálfur sem hefur lært mest á Þessum tíma.

 

 Þessar hálfsystur undan Taff, sem var fluttur inn taminn, gáfu mér smáinnsýn í hvers má vænta af honum. Reynslan hefur Þó fyrir löngu kennt mér að hundurinn leggur ekki til nema hluta af genunum og endalaust lotterí hvernig ræktunardýrin passa saman.
 
 
  Spáin fyrir Hálfsysturnar er afar jákvæð hjá tamningameistaranum, enda á hann fjóra  nokkurra vikna hvolpa undan meistara Taff.

 Þessa vikuna hefur ekki viðrað til útivinnu svo " tamningahöllin" hefur verið notuð og Þó hundarnir sem lengra eru komnir eigi að glíma við erfiðari kindur úti, er fínt að komst í smá slípun innandyra.



 Smali fékk loksins fyrstu flaututímana sína, en Það er snilldin ein að dúlla við Þá kennslu í Þessari aðstöðu.

   Þó Þessi inniaðstaða sé ekki merkileg Þá er hún að auðvelda mér grunnvinnuna verulega og stytta hana að sama skapi.

 Já núna veit ég loksins, hvað ég hef verið að tala um árum saman, Þegar ég hef 
fullyrt að atvinnugreinin  hundatamningar, sé rétt handan við hornið.

  Hérna er svo slóð inná smá upptöku af aðstöðunni með annarri Taffdóttirin í síðasta tímanum, í hálfsmánaðar prógramminu. Smella HÉR

Og hér er svo hin systirin í sértækri meðferð, en hún er að útskrifast í bili eftir mánaðarvist.  Smella HÉR

Spurning hvort eigendurnir verða eins kátir með námið og ég.

Enda fá Þeir reikninginn.

16.03.2013 21:34

Hundaflautur og fagleg ráðgjöf.

 Maðurinn var svona eins og ryðgaður í röddinni, kynnti sig ekki og var að spyrja um hundaflautu .

Af öllum hlutum.

 Þetta var reyndar eitt símtal af nokkrum sem helltust yfir mig á tímabili, um
Þetta áhugaverða umtalsefni.

Ég sagði honum Það sama og hinum sem hringdu með flautuspurningar, að flauturnar fengjust nokkuð örugglega í Jötunn Vélum á Selfossi og stundum í Líflandi. Þetta væru svo margtóna flautur, ekki einstóna.

 
Pacific plast flauta image 

 Samtalinu var samt ekki lokið Því náunginn með ryðguðu röddina átti náttúrulega hund.

 Hann vildi fá hlutlaust álit mitt á Því, hvort Það væri ekki sterkur leikur hjá honum að fá sér flautu svo Þeir félagarnir skildu hvorn annan betur.
 Aðspurður gerði hann frekar lítið úr Því að hundurinn skildi einhverjar skipanir hjá honum .Til útskýringar á Því kom síðan fram  að hann hefði nú fengið hundinn gefins og Þá hefði hann nú kunnað enn minna. En hundurinn ætti nú samt að vera alveg hreinræktaður. 
 
 Síðan bætti hann við með semingi að hann væri nú samt ekki svo viss um Það.

 Ég tók Það töluvert nærri mér að hryggja hann með ég hefði miklar efasemdir um að flauta leysti samskiptavanda Þeirra félaganna. 

  Ef ekki hefði tekist að kenna hundinum að skilja brýnustu skipanir á hreinni og ómengaðri íslensku´) Þó ryðguð sé) væri ólíklegt að flautuskipanir leystu málið.

 Þar fyrir utan væri ekki einfalt að ná hljóði úr flautunni og óvíst að honum tækist Það nokkurntíma.
 
 Náunginn lagði greinilega ekki í að rökræða við mig um "faglega matið" á hugsanlegum flautusamskiptum en honum fannst greinilega ég gera óÞarflega lítið úr flautuhæfileikunum hjá honum og stefndi í að Það yrði aðalmál símtalsins, Þegar ég tók mig til og leiddi okkur út úr Því og lauk  samtalinu.

 Ég er svo nokkuð klár á að Þessa dagana situr náunginn og berst við að reyna að ná tónum úr nýju hundaflautunni sinni.

 Svo er bara að vona hundsins vegna að Það takist ekki.

12.03.2013 23:04

Útivist hjá rollunum og skítmokstur hjá bændunum.

Já Það var loksins sett á fulla ferð í dag og útmoksturskerfi nýju fjárhúsanna vígt og  Þrautprófað..

 Sjeffer Hestamiðstöðvarinnar var nýttur í verkið en aðalspenningurinn lá í Því hvort hann gæti yfirhöfuð ráðið við Þrengsli og skúmaskot hússins Þar sem hver fermeter er gjörnýttur.

 Það er skemmst frá Því að segja að eftir Þróun vinnuferlisins sem endaði talsvert öðruvísi en hönnunin var hugsuð í upphafi, skotgekk  Þetta, og tók um 5 tíma að moka út fyrri mokstri ársins undan  170 kindum.

.

 Hér er svo búið að splæsa í hálmlag undir  Þær en hálmnotkunin hefur nánast engin verið í vetur.



 Sóðaskapurinn á milligerðinni verður svo að bíða vorspúlunarinnar en hérna sést m.a.hvaða vandamál Sjefferinn leysti með sóma enda ótrúlegt apparat  að  nota í svona fimleikum.



Hér eru fullorðnu ærnar að tölta heim eftir fyrsta alvöruútivistardag vetrarins.. Þær eru að verða komnar í dálitla yfirvigt blessaðar og ljóst að næsta sumar verður að láta miðsvetrargrasið  Þroskast aðeins betur.

 

 Já frí í skólanum í dag sem  Þýðir tvöfaldan námsskammt á aðkomudýrin á morgun en heimakvikindin fá að eiga frídaginn inni eitthvað lengur.

Það gæti svo farið að styttast í alvöru tamningarblogg.
Flettingar í dag: 866
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414514
Samtals gestir: 37257
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:03:25
clockhere