Færslur: 2012 Maí

03.05.2012 20:18

Kvöldganga um myrkviði skógarins.

 Þó Dalsmynni sf..sé aðili að Vesturlandsskógadæminu er það fyrst og fremst eldri húsfreyjan sem ber hitann þungann og svitann af þeirri framkvæmd.

 Hin árlega kvöldganga með frúnni um svæðið var framin fyrir nokkrum kvöldum. (Við mikinn fögnuð hundanna allavega.)


Hálfsysturnar Spes, Díva og Korka ásamt Dáð. ( Spes og Díva undan Dáð. Díva og Korka Tinnadætur.)

 Hér sjást ógreinilega, tveggja ára plöntur gægjast upp úr sinunni ótjónaðar eftir snjóþungan vetur.



Og þessi fura hefur lifað af  veturinn þó ekki sé mulið undir hana.



 Þessi var hinsvegar að kynnast sínum fyrsta alvöruvetri og .................................



 Hér hafa nokkrar furur lifað af slaginn við lúpínuna og mun vel farnast en blessuð sé minning þeirra sem lutu í lúpínurót í þeirri orrahríð.



 Svona leit þessi sami blettur út í byrjun júní í fyrra.



 Skaflinn sem var talsvert hærri en undanfarin ár tæklað það sem eftir var hér illa.



 Þetta í nokkurra metra fjarlægð var eitthvað betur í sveit sett.



 Dáð og Spes bíða svo óþreyjufullar eftir skógræktarúttekt næsta árs.

 Og ég verð náttúrulega að reyna að halda aftur af tilhlökkuninni með þeim.
Flettingar í dag: 278
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418125
Samtals gestir: 37978
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:38:17
clockhere