Færslur: 2012 Janúar

14.01.2012 08:21

Vorið og beina brautin.


 Þó það sé dimmt yfir .þessa dagana er farið að halla undan fæti í vetrargöngunni.

  Væntanlega komin tvö lömb í hverja fullorðna kind ( að meðaltali) og í alltof marga gemlinga.



 Búið að endurskipuleggja hrútana og taka þann kollótta úr gemlingunum.

Gemlingarnir eru svo komnir á byggskammtinn sinn sem haldið verður óbreyttum fram yfir burð en þær eldri fá ekki einu sinni að lykta af slíkum munaðarvarningi fyrr en eftir burð, sumar aldrei.
 Nú er beðið færis að kenna hundauppeldinu fræðin sín. ekki fráleitt að upphafleg markmið um seinnipart jan. náist kannski.



 Aðaláhyggjuefni hins búandi manns á þessu svæði og víðar, er trúlega vitneskjan um svellalögin á túnunum þó þau séu að vísu falin undir snjó í augnablikinu.



 Fjósið er að ganga fínt þessar vikurnar, meðalnytin alltaf aðeins uppávið og og aðeins ein á penicilllíni þessa dagana efir víkkun á spena.


 Útigangurinn  er hinsvegar að upplifa hundleiðinlegan vetur með stöðugum umhleypingum og illviðrum.  Sem betur eru þó gjafamálin víðast í topplagi þó svona vetur taki hressilega í hjá óvanalega mörgum búandanum.

Já örstutt í vorið.

08.01.2012 11:28

Hvolparnir undan Tinna og Dáð.

 Það hefur fylgt mér í hundaræktuninni að nýjasta gotið er alltaf alveg frábært.

Jafnvel þó eitt og annað sé nú kannski ekki alveg fullkomið hjá foreldrunum þá er maður fullur bjartsýni á ungviðið. 

 Enda sjálfsagt að ætlast til að hvolparnir fái það besta úr foreldrunum. Nema hvað?

Og djöf. yrðu þeir góðir þá !



 Nú eru hvolparnir undan Dáð og Tinna orðnir hálfsmánaðar gamlir og eru að sjálfsögðu nákvæmlega svona got.



 Tinni junior sem er lifandi eftirmynd föðurins í útliti og ekki verður innrætið verra þar til annað sannast, sýndi strax að snyrtigenin eru frábær en hér er hann að létta á sér á öðrum degi eftir að salernisaðstaðan komst í lag hjá þeim.

 Hann er orðinn 2 kg á þessum 15 dögum og er stærstur hvolpanna.



 Prinsessan í hópnum er hér næst á myndinni að læsa tannlausum munninum í bróður sinn. Því miður heyrist urrið ekki en það var svo grimmdarlegt að ég fór strax að vorkenna búpeningi vina minna á Austurbakkanum. Þ.e.a.s. þeim hluta hans sem enn þarf á ýmisskonar leiðbeiningum að halda.



 Hér eru það prinsessan og hann Tinni að leggja taka létta æfingu til undirbúnings þeirri leiðbeiningaþjónustu.

 Já, og hér er slóð á upptöku með foreldrunum sem ég kíki á þegar efasemdir vakna um gæði framleiðslunnar.   Tinni og Dáð. 

04.01.2012 09:11

Hrunið og dótainnflutningurinn.


 Það má segja veisla búvélaumboðanna hafi náð hámarki árið 2007 þegar inn voru fluttar 374 nýjar dráttarvélar. Toppár á þessari öld.

 Þessi tala fór niður í 19 vélar árið 2009.

 Skellurinn var mikill og endaði með miklum breytingum á vélaumboðunum.Eftir því sem ég best veit eru einungis tvö þeirra enn með sömu kennitölur og fyrir hrun. Jötunn Vélar á Selfossi og Þór hf.

 Nú er landið aðeins að rísa í þessum geira eins og öðrum og síðasta ár voru fluttar inn 45 nýjar dráttarvélar.

 Jötunn Vélar eru greinilega á mikilli siglingu með fyrsta og þriðja sætið í dráttarvélasölunni.

13 selda Valtra og 8 Ferguson dráttarvélar. Þetta þýðir að þeir eru með um 45 % markaðshlut í dráttarvélunum.

Þór hf. vermir annað sætið með 12 seldar Kubota dráttarvélar.

 Það er ljóst að þessar umboðssviftingar hafa haft mikil áhrif á vélasöluna. Vinsæl dráttarvélamerki ýmist hreyfast alls ekki, eða eru með sölutölur uppá 1 - 3 vélar.

Eitt dráttarvélamerkið er munaðarlaust í dag þar sem ekkert umboð þjónustar það.

Eins og fyrr segir eru Jötunn Vélar með mikla sérstöðu nú um stundir. Umboðið hefur aukið verulega við húsnæðið og er með verslun þar sem flestallt til búrekstursins fæst í miklu úrvali.



 Það vantaði ekkert í hundafóðursrekkann í gær nema startfóður fyrir hvolpa uppí 8 vikna aldurinn.

 Þeir eru ekki komnir með lambalæri í kæliborð, en þá sem langar til að dúlla sér í rauðvínsgerð í skammdeginu ættu að kíkja á þetta hér.



 Hingað hringjum við bændurnir svo fullir örvæntingar þegar allt er komið í klessu í háannatímanum, hvort heldur er við akuryrkju eða heyskap.



 Búvélaverkstæðið sem þjónustar Dalsmynnisbúið segir fyrirtækið í nokkrum sérflokki með að eiga til varahluti, enda verja þeir JötunnVélamenn sig með því þegar maður skammar þá fyrir verðlagninguna.



  Og þeir bændur sem ekki þekkja þennan sölumann munu trúlega kynnast honum á næstu árum.

Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 443
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 398361
Samtals gestir: 36200
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:50:33
clockhere