Færslur: 2011 Janúar

02.01.2011 09:24

Hross og áramót.

Hross og áramót fara oftast illa saman og miskunnarlaus reynslan hefur kennt Dalsmynnis og Söðulsholtsbændum það rækilega.

 Eftir að hafa smalað þeim hrossum sem ekki eru nú þegar á húsi í gerðið í Söðulsholti,
yfirgáfu hrossahirðarnir sveitina.  Mér  var  falin umsjón og ábyrgð hestamiðstöðvarinnar fram á seinnipart nýársdags.

 Hrossahirðarnir hurfu hins vegar á vit  stórsteika og ofdekurs norður í Bitrufjörð.



 Það var rólegt yfir hópnum við kvöldgjöfina þrátt fyrir að síbyljan í Bylgjunni dyndi í eyrum þeirra og flóðljósin héldu gerðinu albjörtu.



 Reyndar fannst mér á innihrossunum að Bylgjan vekti ekki mikla hrifningu en um morguninn voru þau búin að taka hana í sátt.

 Ég lét mér því nægja að lækka í græjunum í morgungjöfinni svo þau héldu þessum nýfengnu lífsgæðum aðeins inn í nýja árið.

 Hrossunum í gerðinu var hinsvegar komið í gjafahólfin á ný með fyrstu skímu.


                              Folöldin óþreyjufull að komast í hólfið sitt á ný ásamt mæðrunum.

Svo er stefnt að því að nota innreksturinn vegna þrettándans til ormalyfsgjafar/sprautunar.

01.01.2011 00:05

Áramót.


  Lesendur heimasíðunnar nær og fjær fá bestu óskir um gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir innlitið á liðnu ári.






 Ekkert baksýnisspegilgláp heldur setja stefnuna bara áfram og upp úr öldudalnum á nýja árinu.
Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 402061
Samtals gestir: 36563
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 14:24:26
clockhere